Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 1
Sagt frá œvi dr. Samuel Johnson, meistara samrœðulistarinnar og besta fulltrúa hins breska „common sense“ Þegar Samuel Johnson — „Doktor Johnson" eða þá „Orðabókar Johnson", eins og samtímamenn hans kölluðu hann — hafði sett upp litlu og snjáðu hárkoll- una og hattkúfinn og gekk út úr húsi sínu við Gough Square í London áleiðis til einhverrar krárinnar, brást varla að þeir sem hann mœtti stönsuðu til að horfa á hann. Ekki þó aðeins vegna þess að hann var álitinn mestur spekingur og andlegt yfirvald Englands sinnar tíðar, heldur var hann sérlega undarlegur í útliti og háttum. Hann var stór maður og gildur, en mjög lýttur í andliti, vegna kyrtlaveiki á yngri árum. Það var sá sjúkdómur sem líka hafði valdið því að hann sá ekki nema með öðru auganu og það ekki vel. Göngulagið var líka mjög skrýtið: það var eins og hann bœri sig áfram með ferlegum og stórkostlegum bolsveigjum og rykkjum, sem ollu því að sumir héldu að hann gœti ekki verið með öllum mjalla. Af og til átti hann til að stansa á göngunni, benda með tveim fingrum upp í loftið og standa þannig góða stund, eins og dáleiddur. Hafi nokkru sinni mátt sannast að „séní“ eigi að líta öðru vísi út en fólk er flest, þá var Johnson gott dœmi. Hann var fœddur í Lichfield í Staffordshire þann 18. september ár- iö 1709. sonur fátœks bóksala, Mi- chael Johnson og konu hans Söru. Hann var ákaflega veiklulegur við fœðingu og liðu því ekki nema fáar stundir uns hann var borinn til skírn- ar að þeirra líma siö, þegar búist var viö barn gœfi upp öndina á hverri stundu. En Samuel litli tóröi. Móöir- in var sjálf léleg til heilsu og var hon- um því fengin brjóslamóðir í ná- grenninu, sem ekki reyndist með öllu heppilega valin. Viröist þrifnaði hafa veriö mjög ábótavant á heimili henn- ar og þaö talin orsök þess að unga- barnið veiktist af kirtlaveikinni. Fljótt var ljóst aö sjón þess var stór- lega skert. Móöir hans var ákaflega miður sín vegna þessa og vildi neyta allra ráða til þess að lœkna hann. Og ráðið var raunar til: kirtlaveikin hafði frá fornu fari verið nefnd „hinn kon- unglegi sjúkdómur" (the king’s evil) og því trúað að snerti konungborin persóna kirtlaveikt barn, mundi því batna. Þelta varð til þess að Sara Johnson réðst í að ferðast til London með barniö og leita ásjár drottningar- innar. Þetta var erfitt ferðalag, því vegirnir voru afleitir og póstvagnarn- ir hastir og óþœgileg faratœki. En hún fékk sínu framgegnt, og í St. James höll snart Anna drotlning hinn lasburða vesaling. Johnson kvaðst síðar minnast þess óglöggt er dök- klœdd kona með sítt höfuðslör laul yfir hann, þótt hann gerði sér ekki grein fyrir tilefninu. Þetta hefur verið Anna drottning, sem sjálfsagt hefur skilið áhyggjur móðurinnar vel, því hún hafði orðið að sjá á eflir öllum Skopmynd af Boswell og Johnson á matsölustað eða „eating house“. sínum eigin börnum í gröfina á ung- um aldri. Slíkar „snertingar" voru vikuleg athöfn meðal embœttisverka hennar, en þœr lögðust af eftir henn- ar dag. Afburða nemandi Sex ára gamall var drengurinn seltur í skóla hjá ekkju nokkurri, frú Oliver. Vegna sjónleysis hefði helst þurft að fylgja honum í skólann, en hann var skelfilega þrár og heimtaði að fara allra sinna ferða einsamall og það þótt hann yrði aö leggjast á fjóra fœtur og þreifa fyrir sér, þegar kom að sorprennunni, sem í þá daga lá um miöja götu í hverri borg. En frú Oliver sá skjótt að hún hafði fengið afbragðs nemanda. Það var sama hvað fyrir hann var lagt, allt hafði hann lœrt á augabragði og gat farið með ljóð utanaö eftir að hafa heyrt þau aðeins tvisvar. Þegar þarna urðu gáfurnar honum það veganesti sem vóg upp á móti líkamlegum ágöllum og því hve ákaflega ófríður hann var. Aðrir drengir í skólanum lilu mjög upp til hans og átlu til aö sœkja hann heim og bera hann á gull- stól í skólann. Hann var líka ófeim- inn og djarfur í framkomu og varð því ósjálfrátt fremstur meðal jafn- ingja. Michael Johnson var afar stoltur af gáfum sonarins og alltaf þegar Samuel Johnson um sextugt. Mál- verk eftir Joshua Reynolds. gestir komu á heimilið var kallað í Sam, eins og hann var nefndur, og hann lálinn sýna þekkingu sína á einu eða öðru sviði. Pilturinn skammaðist sín heil ósköp fyrir þetta og gerði sér því að reglu að fela sig, þegar gesta var von. Er hann síðar var oröinn kunnur um alla Evrópu, brást hann líka jafnan illa við, ef menn vildu fara að guma af börnum sínum, þar sem liann var gestkomandi. Þannig sagöi hann er stoltur faðir einn vildi láta tvo syni sína fara með „Elegy“ eftir Gray fyrir hann, hvorn á eftir öðrum: „Ó, láttu hjartans drengina fara með það báða í einu. Þá verður meiri hávaði og það tekur skjótar af!“ Michael Johnson var illa efnum búinn og slóð í basli alla œvi, og það þólt hann setti upp bókastal! í grann- bœjum á markaðsdögum og rœki auk bókabúðarinnar lítið verkstœði, sem framleiddi pergamentspappír og súl- aði skinn. Hann reyndi að láta Sam hjálpa sér í búðinni, en strákur var kargur og hitur og gamla manninum lítil stoð. Hann eyddi því lengri líma í lestur í versluninni. A átjándu öld- inni var mikill hluti prentaðs máls á latínu að vonum og eftir að Samúel hafði komist niður í undirstöðuatrið- um þessarar forntungu, fór hann að sökkva sér niður í verk klassikra höf- unda og hafði strax á unglingsaldri kynnst vel verkum ýmissa fornspek- inga, sem ekki einu sinni háskóla- stúdentar höfðu nokkru sinni veður af á námsferli sínum. 1 mennlaskóla skaraði hann langt fram úr öðrum í náminu og þá eink- um í latínu. Skólastjórinn var alrœml hörkutól, sem beilti spanskreyrnum ósleitilega og það herti enn á Sam við námið. Raunar kom það honum að notum á sinn hátt, því hann hafði alla œvi mjög alvarlegan ágalla, sem var sá að hann lagöist löngum stundum í slíkt þunglyndismók, að liann gal varla risið úr rekkju. Þetta hrœðilega slen var slíkt að hann gat litið á klukku og séð vísana fullvel, en þó ekki sagt hvað klukkan var! Meðan hann var undir járnaga hins stranga skólastjóra virðist liann hins vegar hafa orðið að rífa sig upp úr þessu að nokkru, enda sagði hann seinna þeg- ar einhver spurði hverju hann œtti makalausa þekkingu sína í klassisk- um frœðum að þakka: „Skólastjórinn minn hýddi mig mjög vel, herra minn!“ — Þetta svar var bœði gaman og alvara. Johnson leit að sönnu lítið úpp til þessa þröngsýna og rudda- fengna skólasljóra, en hann var eigi að síður íhaldssamur og hafði bjarg- fasta trú á að strangur agi vœri bráð- nauðsynlegur í hverjum skóla. Hann hafði enda í heimahúsum tileikað sér sjónarmið Toryanna, sem voru and- stœða hinna frjálslyndari Whigga og þetta setti svip á viðhorf hans að ýmsu leyti alla hans œvi. Hafa verið skrifaðar lœrðar bœkur um stjórn- málaviðhorf hans, en um engan höf- und enskrar tungu að Shakespeare frátöldum hefur meira verið ritað en Johnson. Þóttafullur stúdent Foreldrana langaði lil að þessi gáfaði sonur þeirra fengi að njóta frekari menntunar, en fátt benti til að úr því mœtli verða vegna efnaskorts. Þaö var því eins og sending af himni er Söru móður hans áskotnaöist dálíl-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.