Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 3. febrúar 1990 ý . VATRYGGINGAFELAG ^rlSr ISLANDS HF ÚTBOÐ Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiöir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Daihatsu Charade árgerð 1988 Lada Station árgerð 1988 Subaru 1800 station árgerð 1987 Fiat Uno 45 árgerð 1987 Daihatsu Van árgerð 1985 UAZ 452 árgerð 1984 VW Golf árgerð 1984 Mazda 626 árgerð 1984 Daihatsu Charade árgerð 1983 Suzuki Alto árgerð 1983 Daihatsu Charmant árgerð 1982 Fiat Ritmo árgerð 1982 MMC Colt árgerð 1981 Toyota Corolla árgerð 1980 Yamaha 1200 bifhjól árgerð 1984 Bifreiðirnar veröa sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 5. febrúar 1990, kl. 12-17. Á Sauðárkróki: Ford Fiesta árgerð 1985 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands, Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 17.00 sama dag. Vátryggingafélag íslands h.f. - ökutækjatryggingar - Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út sm íði, uppsetningu og frágang á listaverk- inu „Þotuhreiður“. Verkið skal gert úr ryðfríu stáli (316 L samkvæmt AISI). Meginhluti verksins er smíði eggs 4200x5470 mm2 með 8 mm veggþykkt. Miklar kröfur eru gerðar til gæða og útlits smíðinn- ar. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræði- stofunni hf., Fellsmúla 26, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 1. febrúar 1990 gegn 30.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 8. febrúar 1990. Tilboðinu skal skilað til byggingarnefndar Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúla- götu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 fimmtudag- inn 22. febrúar 1990. Byggingarnefnd Flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. R#| f|| Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. byggingadeild borgarverk- fræðings, óskareftirtilboðum í málun áýmsumfasteignum Reykjavík- urborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. febrúar 1990, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 SAMUEL JOHNSON ill arfur, sem þegar var ákveðið að veija til þess að senda Sam í háskól- ann í Oxford. Og þangað héldu þeir faðir hans haustið 1728, og Sam inn- ritaðist t Pembrokeskóla. Michael bóksali var samur við sig og leiddi son sinn þegar fyrir hr. Jordan, til- vonandi umsjónarkennara hans. Sagði hann kennaranum það um- búðalausl að pilturinn vœri snillingur og bœri að hafa það í huga við menntun hans. Má nœrri geta hvað Jordan hefur hugsað, þegar hann sá þennan langa og beinabera slána, al- seltan andlitslýtum eflir kirtlaveik- ina, og sem að auki gat aldrei verið kyrr, heldur var stöðugt að taka und- arlega kippi og aka sér, eins og fáviti. En kennarinn reyndist vera moetasti maður og hann viðurkenndi skjótt að talsvert mundi til í því sem Michael gamli hafði sagt. En auðveldur nem- andi var Johnson ekki. Eftir að hafa mœtt í einn fyrirleslur hœlti hann al- veg að sjásl, og var þá lagstur í rétt eitt þunglyndiskastið. Verkefnin sem hann skilaði voru unnin með hang- andi hendi. Kennarinn fór skynsam- lega að honum, kallaði hann á eintal og sagði hann mundu geta gert betur. Setti hann honum fyrir aö þýða á lat- ínu kvœði Pope, „Messías", en það var þá mjög dáð í Englandi. Gerði Johnson þetta svo frábœrlega vel, að Pope sjálfur, sem las þýðinguna, sagði að ekki vœri hœgt aö segja hvorl vœri frumgerðin, sú enska eða latneska. Þessi sigur aflaði Johnson frœgð- ar og álits í skólanum og samstúdent- arnir umgengust hann eins og spek- ing. En um leið gerðist ungi maðurinn afar slœrilátur. Hann sótti kennsluna ekki nema þegar honum sjálfum sýndist og mat miklu meira að safna kátum kunningjum í kring um sig á götuhornum og lála ljós sitt skína. Jordan ávítaði hann fyrir van- rœkslu og dœmdi hann til tveggja skildinga sektar samkvœmt skóla- reglunum, vegna fyrirlestrar, sem hann svikist um að sockja. Þetta fannst Johnson ósanngjarnt: „Ég er sektaður um tvo skildinga fyrir að vanrœkja fyrirleslur, sem er ekki skildings virði“, sagöi hann við Jord- an, sem setti steinhljóðan! Þrái og stífni Johnsons átti sér djúpar sálfrœðilegar rœtur. Honum virðist ltafa verið í mun að sýna fram á að enginn gœti látist yfir hann haf- inn, þótt hann vœri bœði óásjálegur og bláfátœkur. En þegar kom fram á árið 1729 var arfur móður hans upp- urinn, og hann tók að líða skort. Hann var orðinn hörmulega til fara og tœrnar stóðu út úr skónum. Góð- viljaöur skólabróðir hans vildi gefa honum nýja skó, sem hann setti við herbergisdyrnar hans. Johnson varð bálvondur og fleygði þeim samstund- is burlu og lýsir það skapferli hans vel. Haustið 1729 var háskólanáminu lokið, eflir aðeins þrettán mánuði. Próflaus og sollinn sneri hann á ný heim til Lichfield og sat nú löngum stundum ráðalausari og örvœntingar- fyllri en nokkru sinni á herbergi sínu í foreldrahúsum. Aðstoðarkennarinn Rekstur bókaverslunar Michael Johnsons varð œ erfiöari og sömu- leiðs hnignaði pergaments og sútun- arverkstoeöinu. Einn daginn hrundi einn veggur þess nœr alveg, svo veö- ur, vindar og óboönir gestir áttu greiða leið inn. En Michael lœsti dyr- unum eflir sem áður af sömu sam- viskusemi á hverju kvöldi. Þetta minnti á Chaplin kvikmynd, en þann- ig bregðast menn við, þegar þeim er ómögulegt að taka meira mótlocli í lífinu. Gamli bóksalinn varð nú œ þunglyndari, en hann hafði verið ein- roenn og bölsýnn maður alla oevi og hefur Samuel, sonur hans, erft þenn- an sálarkvilla frá honum. Móðir hans, Sarah, leitaði athvarfs í trú Johnson skömmu fyrir andlát sitt. Málverk eftir Joshua Reynolds. sinni. Trú hennar var öfgakennd og mun það hafa haft afleit áhrif á son hennar. Hún hafði innroett honum ákafa helvítistrú á barnsaldri og ein- mitt á þeim tíma er Samuel dvaldi í Oxford, fór hann að leiða hugann að trúmálum af mikilli alvöru. Umhugs- unin um dauðann og skelfilegt endur- gjald í hreinunareldinum sólli á hann eins og illur andi alla hans oevi og var eins og logandi glóð voeri borin aö þeirri und, sem hin meðfoeddu doða og svartsýniköst hans voru. Michael bóksali andaðist skömmu eftir heimkomu sonarins, sem varð nú að svipast um eftir ein- hverju starfi, en ekki var margra kosla völ fyrir próflausan mann. Helst kom kennsla til greina. Víða var honum hafnað af þeirri ástœðu að menn þóttust sjá í hendi sér að svo skrýtilega útlítandi maður mundi ekki fá haldið uppi minnsta aga og það hefur áreiðanlega veriö hárrétt. Þó var hann ráðinn til starfa sem að- stoðarkennari (usher) tvisvar sinn- um. Þetta starf þótti svo auvirðilegt og var svo illa launað, að hver sent komst til nokkurs frama síðar, reyndi aö leyna því sem best hann gat að hann hefði nokkru sinni orðiö að lúta að slíku. Hið síöara sinniö lenli John- son hjá Dixie nokkrum, skólameist- ara í Leicestershire, sem var slíkur haröstjóri og illfygli að Johnson taldi vistina hjá honum volaðasta tímabil œvi sinnar. Framtíðarhorfurnar voru því vissulega ekki bjartar. Þó voru stöku sólargeislar í tilverunni. Þar er helst að telja vinahóp sem hann hafði eign- ast í Birmingham, vel efnað og vel gefið fólk, sem hafði ánocgju af að hafa Johnson á meðal sín vegna þekkingar hans og vegna þess hve skemmtilegur hann var í samrœðum. Enda var það einmitt samrœðulistin, sem seinna gerði Santuel Johnson svo víðkunnan og loks ódauðlegan. Margir þessara einstaklinga vœru þess verðir að vera nefndir hér, en látið nœgja að geta Harry Porter, kaupmanns, og Elizabetar, konu hans. Frúin var glúrin kona og glögg- skyggn og sagöi eftir að hafa roclt við hinn unga Johnson einu sinni: „Aldr- ei hef ég talað við skynsamari mann.“ Kynni þeirra áttu eftir að verða báðum örlagarík. Furðulegt hjónaband Árin eftir heimkomuna frá Ox- ford voru ein hin dapurlegustu í lífi Johnsons. Það voru því mjög heppi- leg umskipti sem urðu í lífi hans þeg- ar Porter kaupmaður lést árið 1734 og þau Johnson og ekkja hans ákváðu að eigast. Ekki gekk þaö þó átakalaust fyrir sig. Börn Elizabetar Porter voru afar mótfallin ráðahagn- um og það svo að tveir synir hennar afneituðu henni og litu hana varla augum framar. Þriðja barnið, dóttirin Lucy, soctti sig loks við þetta, en ekki fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Brúðhjónin voru líka óvenjuleg f margra augum. Elizabet eða Telty, eins og hún var kölluð, var var tult- ugu og fimm árum eldri en maður hennar. Hún hafði að vísu verið lag- lega kona, en var þegar byrjuð að láta á sjá og yrði oröin roskin kerling þeg- ar Johnson yrði í broddi lífsins. En hún var ágœtlega gefin og œ hefur það verið talið henni til tekna að hún hefur orðið meðal þeirra fyrslu er sáu hvílíkum koslum Johnson bjó yfir. Brúðkaupið var haldið í Derby í kyrrþey. En hjónin voru tvímœlalaust mjög lukkuleg og enginn vafi er á að ástin var einlœg. Svo óframfocrinn sem Johnson var hafði hann aldrei þorað að líta á nokkra stúlku og Tetty varð til þess að kynna honum leynd- ardóma samlífsins, sem hefur fyllt hann sjálfstrausti og kjarki lil þess að gera nýja atrennu að lífinu. Skólinn í Edial Enn einn ávinningurinn, sem Johnson hafði af hjónabandi þeirra Tetty var sá að hún átti nokkrar eign- ir eftir mann sinn, en sjálfur var Johnson allslaus. Sýnt var að lítil framtíð beið hans í illa launuðum kennarstöðum og þótti nú ráðlegast að nota efni Tettyar, lil jaess að skapa þeim arðvœnlega framfocrsluleið. Góður vinur þeirra vissi af stóru liúsi í Edial í grennd viö Lichfield, sem stóð autt, og ráðlagði liann þeim að leigja húsið og stofna þar heimavist- arskóla. Þelta varð úr og sumarið 1736 auglýsti hinn tilvonandi skólastjóri eftir nemendum. Focrri gáfu sig fram en skyldi, aðeins álta nemendur. En samt var rekstur skólans hafinn og voru aðalnámsgreinarnar gríska og latína. í því nocði sem þarna ntundi bjóðast hugöist Johnson einnig vinna að harmleik, sem hann hafði í smíð- um, og nefndist „Irene“. Johnson var eini kennarinn. Hann var mjög samviskusamur, en það setti sitt mark á kennsluna að hann vann að vanda í skorpum, en tók sinnuleysisköst í ntilli, eins og honum var gjarnt. Nemendurnir not- focrðu sér það út í œsar að hann var bœði sjóndaufur og heyrnarsljór. Skringileg framkoma hans, sem svo auövelt var að hernta eftir, vakti og mikla kátínu. Ástin blómslraði hjá þeim Tetty og það var eftirlœti nem- endanna að liggja við skráargatiö, þegar þau voru háttuð og fylgjast meö ástaratlotunum, sem ekki voru sem nettust. Til er sú saga að Johnson hafi sést troða rúmlakinu niöur í bux- urnar í miklum ákafa í þeirri trú að það voeri skyrtan hans! Þaö hefur lifað t enskri bók- menntasögu að viö skólann í Edial lágu leiðir tveggja mikilmenna sam- an. Annað þeirra var vitaskuld John- son en hitt stórmennið var nemandi hans, David Garrick, sem kannske er froegasti leikari og leikhússtjóri ensk- ur fyrr og síðar. Þegar kom fram á árið 1737 var sýnt að skólinn mundi ekki verða langlífur. Svo lítill nemendahópur gat engan veginn staðið undir húsa- leigunni, lífsframfocri skólastjóra- hjónanna og heimavistinni. Þelta reyndist því enn eitt andvana fœdda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.