Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. febrúar 1990 HELGIN 11 fyrirlœkið, eins og dvölin í Oxford. Þegar skólanum var lokað að fullu og öllu um vorið var sýnt að nú varð Johnson að taka snöggar ákvarðanir. Enn var hann ungur, en hann varð þegar í stað aö finna sér sinn vett- vang í lífinu, œtti hann ekki að dœm- ast til œvilangs strits og örbirgðar. Á átjándu öldinni voru engin grið gefin — annað hvort syntu menn eða sukku, björguðust af eða tortímdust í eiginlegum og óeiginlegum skiln- ingi. Til London Þ;tð varð úr að þau Tetty og Johnson ákváðu að skilja félagið um hríð. Johnson œtlaði til London að reyna að koma harmleiknum „Irene“ á framfœri við leikhúsin og jafnframt hyggja að hvort honum byðist ein- hver starfi við bókmenntaskrif í tíma- rit. Á meðan skyldi Tetty dvelja í Edial með dóttur sína sér til aðstoðar. Það var hinn 2. mars 1737 að hann sté upp á hest og lagði af stað til stór- borgarinnar með fáein pund, sem eft- ir voru af arfi Tettyar, í vasanum. Samferðamaður hans var nemandi hans, David Garrick, og hefur þelta ferðalag því orðið nokkuð frœgt. Fyrir báðunt átti að Iiggja að ílendast í London til dánardœgurs. Johnson fékk sér leigt herbergi í húskumbalda nœrri Thamesá. Hann haföi úr litlu að spila og gerði sér sparsemina að list. Lengi vel gerði hann ekkert annað en sitja á spjalli á kaffishúsum og rœða við margskonar furðufugla, sem á vegi hans urðu og reikaði um borgina þess í milli. Þeg- ar hann var orðinn sœmilega kunnur staðháltum flutti hann út til Green- vvich í fáeinar vikur og lauk við harmleikinn „Irene“. Er liann að því búnu fór á stjá að heilsa upp á helstu leikhússtjóra, koma á daginn að þeir vildu ekkert af honum vita og neit- uðu meira að segja að líta á handritið. Nú voru góð ráð dýr. 1 London var á þessum tíma gef- ið úl hið vinsœla mánaðarrit „The Gentleman’s Magazine“, sem séður prentari nokkur, Edward Cave, hafði hleypt af stokkunum fáeinum árum áður. Tímaritiö flutti fréltir af stjórn- málum, allra handa lœknisráð, mat- aruppskriftir og skáldskap, svo fátt eitt sé nefnt. Það naut mikils gengis og nú datl Johnson í hug að ef til vill mundu hœfileikar lians metnirþarna. Sérstaklega hafði hann trú á að hann mundi geta reynst þeim efnisliðum sem lutu að skáldskap drjúgur liðs- maður. Edward Cave þótti þurr á mann- inn, slœvitur og peningapúki hinn mesti. Hann gaf blaöið út með aðstoð fjölda skriffinna, sem lögðu nótt við daga og hlutu smánarlaun fyrir. Því fór þó fjarri að skortur vœri á mönn- um til verka. En eftir að Johnson hafði skrifað honum margsinnis og gengið fyrir Itann þess í milli, féllst Cave á að ráða hann til sín. Johnson leit ákaflega mikið upp til Cave og hefur ýmsa undrað það. En það má Cave eiga aö hann telst einn mesti brautryöjandi í átt til nútíma blaða- mennsku í sögu Breta og hefði hann ekki tekið Johnson upp á arma sína má hamingjan vita hvernig farið hefði fyrir þeim síðarnefnda! Vaxandi orðstír Edward Cave halði tekið upp þá nýbreytni í blaöi sínu að birta fregnir af umrœðum í þinginu. En þetta mœltist illa fyrir og eftir að hann hafði verið dœmdur í sektir að frum- kvœöi þingmanna, brá hann á það ráð að segja frá umrœðunum í dular- búniningi — þ. e. að sagt var frá um- rœðum á þingi „Putanna" í Putalandi Gúllivers. Áttuðu lesendur sig skjótt á hver sögupersónanna láknaöi hina ýmsu þingskörunga og mœltist þetta vel fyrir. Johnson gerðist senn einn höf- unda þessara þingfrétladálka og sá um þá að fullu í nokkur ár frá og með 1740. Er enn dáðst aö ritsnilld hans í þessum skrifum og margir frœði- menn hafa reynt að bera kennsl á handbragö hans á þeim dálkum, sem hann rilaði ásamt öðrum fyrir 1740. En smátt og smált tók hann að láta til sín taka í bókmenntaskrifum og lókst að fá prentað langt kvœði eftir sjálfan sig. Kvœðið var heimsádeila og hét „London". Það var stœling á þriðju „satíru" rómverska skáldsins Juvenal, en slíkar stœlingar voru þá mjög í tísku og þóttu góð og gild vara. Kvœðið vakti mikla athygli og þótt það vœri prentað undir dulnefni varð brátt kunnugt hver höfundurinn var. Enn jók Johnson á hróður sinn með œviágripi Richard Savage. Sa- vage þessi var alrœmdur „bóhern" í listamannalífi Lundúna og hafði Johnson kynnst honum er hann fyrsl kom snauður og ókunnur til borgar- innar. Er þessi furðulegi maður lést árið 1744 undu þeir Cave og Johnson að því bráðan bug að sá síðarnefndi kœmi frásögu af œvi hans á prent, enda um alkunnan mann að rœða. Bókin fékk prýðilegar viðtökur og andans menn töldu augljóst að höf- undurinn mundi gœddur snilligáfu. Meðal þeirra sem mest hrifust af sög- unni var listmálarinn Joshua Reyn- olds. Kaffihúsagarpurinn Joshua Reynolds var einmitt meðal þeirra manna sem brátt kynnt- ust Johnson og áltu mikið saman við hann að sœlda. Þá var David Garrick um það bil að verða einn þekktasti leikari Lundúna, og vegna kunnings- skaparins við þessi átrúnaðargoð al- mennings opnuðust hinum snauða Johnson brátt dyr margra heldri heimila í borginni. Hann varð senn kunnur manna á meðal fyrir yfir- burðaþekkingu sína í bókmenntum Breta að fornu og nýju og í bók- mennlum fornaldarinnar. Mestu hef- ur það þó skipt hve snillilega hann kom þessum fróðleikssjóði á fram- fœri í vinahópnum, því persónuleiki hans var svo slórfelldur og yfirþyrm- andi að hann varð líkt og „forseti" hverrar samkundu sem hann sat. Stór og digur, frámunalega ófríður og með bylmingsrödd varö liann mið- punktur athyglinnar. Samrœðulistin var í miklum hávegum höfð um hans daga og senn varð hann kunnur sem hinn mikli meistari hennar. Orðfœrið var afburða fagurt og meitlað og hugsunin svo skörp og ljós að við engan varð jafnað. Snillyrði hans og óvœnt sjónarhorn á flóknustu sem hverdagslegustu mál bárust manna í milli og þau eru á vörum manna enn þann dag í dag. Þólt Johnson liti löngum á sig sem skáld og heimspek- ing (sem hann stendur raunar vel undir) hefur það með réttu verið um hann sagl að hann sé sá höfundur á enska tungu, sem mest er vitnað til en menn hai minnst lesið eftir! Segja veröur að Johnson hefur lekist skjótt að auka álit sitt í stór- borginni og ekkert er betur til marks um þaö en sá atburður er bóksalar í London réðu hann lil þess stórvirkis sumarið 1746 að semja nýja orðabók enskrar tungu — hvorki meira né minna. Til þessa verks voru honum œtluð þrjú ár og laun sem nœgðu til ráðningar aðstoðarmanna og leigu á sœmilegum húsakynnum. Það fórþó svo að verkið tók höfundinn átta ár, sem liðu viö linnulaust strit og rýr efni. Háspekilegar umrœður í klúbbn- um. Málverk eftir Joshua Reyn- olds. Frá vinstri: James Boswell, Johnson, Joshua Reynolds, Ed- mund Burke, David Garrick, Pasquale Paoli, Charles Bumey, Thomas Warton og Oliver Gold- smith. Orðabókin mikla Þau Johnson og Tetty flultu nú í ný húsakynni við Gough Square við Fleet Street og þar uppi undir þaki bjó orðabókarhöfundurinn sér og að- stoðarmönnum sínum slarfsaðslöðu. Húsið stendur enn og er þar nú safn til minningar urn Johnson. Verkið vann hann á þann hátt að orðin voru skráð á miða, sem raðað var af mik- illi natni með skýringum og útlistun- um. Notkunardœmi orðanna valdi Johnson úr verkum enskra góð- skálda, en þó engra sem á lífi voru. Þetta hefur verið ofurmannlegt starf fyrir einslakling, auk þeirrar kunn- áttu og alúðar sem þurft hefur til að skýra og túlka hvert orð fyrir sig. Franska orðabókin, sem þótti mikið afrek, hafði tekið fjörutíu manns fjörutíu ár að semja og gerði Johnson oft gamansaman samanburö á at- gjörvi Brela og Frakka með því að taka dœmi af ensku oröabókinni. Þegar í verkið var ráðist höíðu ýmsir mektarmenn lýst velþóknun sinni á fyrirtœkinu og heilið því stuðningi sínum. Mest kvað þó að því er Chesterfield lávarður, einn niesti menntavinur sinnar samtíðar, bauðst til að gerast verndari Johnsons og hjálparhella. Fyrir vikið stóð lil að lá- varðinum yrði tileinkuð oröabókin. En minna varð úr efndum. Johnson svamlaði einn og óstuddur áfram í þessu „orðahafi“ sínu, eins og hann nefndi það og má það teljast ganga kraftaverki nœsl að hann nokkru sinni skyldi ná landi. En þegar von var á að slórvirkið sœi dagsins ljós árið 1755, vaknaði Chesterfield lá- varður skyndilega af dvalanum og ritaði lofgrein um Johnson í eitt borg- arblaðanna. En það var um seinan. Johnson þakkaði fyrir sig með því að rita „verndara“ sínum hið napurleg- asta bréf, sem er eitt hið kunnasta sem eftir hann liggur. Hefur það orð- ið minningu lávarðarins óbrotgjarn minnisvarði og honum ekki til álits- auka. í tvp ár, 1750 — 1752, gaf hann út vikulegar hugleiðingar um ýmsa þœtti mannlífsins í eigin tímariti, sem hann nefndi „The Rambler". Þetta framtak hefur fyrsl og fremsl verið lil þess œtlað að drýgja ögn tekjurnar, þar sem fjárveitingin til orðabókar- innar hrökk skammt. Ritiö var að vísu ekki víðlesið í byrjun, en síðar var það gefið út aftur og aftur og boð- skapur þess og lífssýn náöi mikilli hylli meðal almennings. I hundrað ár var það einskonar húspostilla á Ijölda enskra heimila og átli, ásamt orða- bókinni, hvað mestan þátt í að halda viö því spekingsnafni, sent Johnson löngum bar. „Rambler" kom úl viku- lega og það hefur verið ntikið auka- álag að rita þelta ásamt vinnunni að orðabókinni. En þegar Johnson selt- ist að skrifborðinu var hann feikna- lega fljótur að senija. Varla kom fyrir að hann lœsi nokkuð það yfir sem hann ritaði, áður en það fór lil prent- arans og þykja bœði efnistök og stíll hin mesta snilld samt. Meginupplyfting Johnsons á þessum árum var klúbbur sá sem hann hafði stofnað ásamt þeini Reyn- olds og Garrick, skáldinu Oliver Goldsmith, stjórnmálasörungnum Edmund Burke og nokkrum fleirum. I þessum hópi undi hann fram á nœt- ur að starfsdegi loknum við teþamb, lambakjötsát og spaklegar samrœður, en hann var einn mesli tebelgur sem sögur fara af og kunni sér varla magamál við matborð. Heima við var heldur ekki við margt að vera. Telty var orðin vœrukœr og heilsulítil og hafi Johnson enn hafl löngun til að samrekkja henni, þá hefur hún sjálf verið því með öllu frábilin. Hún fór varla fram úr rúminu en lá og las slœmar skáldsögur og hressti sig ótœpilega á púrtvíni. Árið 1752 lést Telty, aðeins fáum dögum eftir að „Rambler" eigin- manns hennar hœtti göngu sinni. Þrátt fyrir að hitinn vœri horfinn úr samlífi þeirra fyrir löngu, var harmur Johnsons skelfilegur. Hann samdi ótal bœnaráköll og kom varla dúr á auga í langan tíma. Hafa menn getið sér þess lil að þessi ýkjukenndu við- brögð hans hafi stafað af meöfœddu þunglyndi, dauðaótla og loks ógur- legri sektarkennd, sem varla er ljóst af hverju hefur stafað, en hefur leilt ti! margra og stundum langsóttra lil- gáta um ókunna þœtti í lífi hans. Ævisaga Boswells Það var árið 1763 að ungur Skoti af aðalsœttum, James Boswell að nafni, kom að skoða sig um í Lund- únum. Eitt af því sem hann girnlist helst að sjá af undrum borgarinnar var Samuel Johnson, en Johnson hafði nú öðlast slíka frœgð að hann var orðinn hverju mannsbarni í land- inu kunnur. Fyrir milligöngu bóksala nokkurs, sem var vinur Boswell — fjölskyldunnar, bar fundum hans saman við stórmennið í maímánuði þetta ár. Þólt Johnson gerði hinn unga mann skelfingu Iostinn í byrjun með ónotalegum svörunt og alhugasemd- um, átlu eftir að lakasl með þeim kynni, sem leiddu til œvilangrar vin- áttu nieðan báðir lifðu. Það var Bos- well hiö mesla happ, en þó heims- bókmennlunum enn meira liapp. Boswell fékk inngöngu í klúbb Johnsons og félaga hans og ámóta klúbba, sem Johnson síðar átti eftir að efna tii. Varð hinn ungi maður honum svo handgenginn að þeir liitt- usl daglega langlímum santan, þegar Bosweell kom til London, en hann var raunar lögfrœðingur og slarfaði í Edinborg. Snemma tók Boswell að skrá af mestu samviskusemi öll þau gullkorn sem hrundu af vöruni þess ganila, svo og að lýsa ýmsum merki- legum smáatvikum úr daglegu lífi, sem honum tengdust. Þennan fróð- leik jók hann að Johnson lálnum með • • MEIRIHÁTTAR SKEMMTISTAÐUR ÞJÓÐBJÖRG OG Af.\\^ DODDI Reykvíkingar og aórir landsmenn, úfvegum gistingu á sérkjörum. LEIKENDUR OG AÐRIR: Þjóðbjörg Doddi Sissa Söngkona Pianóleikari Dansarar Búningar og smink: Guðrún og Hildur Höfundar og leikstjóri: Hlin Agnarsdóttir Bessi Bjarnason Rúrik Harldsson Margrét Guðmundsdóttir Jóhanna Þórhallsdóttir Bjarni Jónatansson Astrós og Hrafn BORÐAPANTANIR í SÍMIJM 23333 0G 29099 ÞAR SEM FJÖRID ER \IEST SKEMMTIR FÓLklD SÉR BEST

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.