Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 3. febrúar 1990 SAMUEL JOHNSON því að afla heimilda um hann í ýms- um áttum meðal fólks er þekkt hafði til hans á fyrra skeiði œvi hans. Á grundvelli alls þessa fróðleiks ritaði hann svo hiö mikla rit „The Life of Samuel Johnson", sem út kom 1792. Bókin fékk slrax ágœtar viðtökur og telst óviðjafnanleg heim- ild um líf manna á áljándu öld. Carl- yle hefur gefið henni þá einkunn að hún sé hið merkasta sem ritað var á ensku alla átjándu öldina og að ann- arra dómi er hún ágœlasta œfisaga sem rituð hefur verið fyrr og síðar. Samt telst bók Boswells á ýmsan hátt gölluð og þá einkum að formi til. En það lifandi fjör og sú myndrœna nálœgð sem hún veitir lesandanum af Johnson og umhverfi hans verður honum ógleymanleg. Enn er það Boswell að þakka að Johnson hleypti heimdraganum haustið 1773 og ferð- aðist ásamt honum um heimaslóöir sínar í Skotlandi og út á Hebridseyj- ar. Riluðu báðir tveir bók um það ferðalag. Johnson var kunnur af því að hafa horn í síðu Skola, enda hefur hann lengi verið talinn hinn „enskasti allra Englendinga“. Líklega hefur það þó meir verið á yfirborðinu, eins og vinátta þeirra Boswell bendir til og þar að auki álti Johnson það sam- eiginlegt með Skotum að hann var hallur undir Stúarlaœttina og haíði samúð með tilraun Karls prins til að endurheimta konungdóminn með til- styrk hálendinga 1745 —46. Skringilegt heimilishald Menn hafa ekki þreyst á að rita um Johnson, œvi hans og verk, eftir að Boswell leið, og um engan enskan höfund mun meira hafa verið skrifað að Shakespeare frátöldum. En eink- um hafa menn staðnœmst við per- sónu has. Johnson var síðustu áratugina sem hann lifði einn kunnasti borgari Lundúna og þá ekki síst vegna undar- legra hátta hans. Þótl hann vœri í lif- anda lífi orðinn þekktur maður um James Boswell, höfundur œvisögu Johnsons. SKIUÐ SKATTFRAMTALI ÍTÆKATÍÐ Skattframtali 1990 vegna tekna 1989 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febrúar, Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum SIÐASTISKILADAGIIR SKATTFRAMTALS ERIOFEBRÚAR. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI alla Evrópu og rit hans þýdd á hin helstu mál, þar á meðal frönsku, ítölsku og rússnesku, gekk hann til fara eins og öreiga maður. Hann bar litlar hárkollur, sem jafnan voru sviðnar og brunnar af nœrsýnisbogri hans við bóklestur við kertaljós. Treyjan var snjáð, svo og hattkúfur- inn og jafnan hafði hann gleymt að hneppa að sér óhreinni skyrtunni, festa sokkaböndin eða spenna gúlp- andi skórœflana. Þá fór miklum sögum af heimil- ishaldi hans, sem var mjög litríkt. Johnson var hjartahlýr maður með afbrigöum og hið stóra hús hans við Fleet Street fyllti hann af allra handa vesalings fólki, sem hann hafði rekist á hér og þar um borgina og tekið upp á sinn eyk. Þetta voru sumt sjúkir og hálfgeggjaðir allsleysingjar, sem hann sá fyrir mat og framfœrslueyri árum saman. Haföi hann samt sjálfur aldrei úr miklu að spila, þótt konung- ur veilti honum sœmilegan lífeyri á efri árum hans. Kunnust af skjólstoeðingum Johnsons var frú Williams nokkur, blind kerling, sem jafnan beið hús- bónda síns meö sjóöandi te, þegar hann síðla nœtur kom heim eftir langsetur á kaffihúsunum „Mítrinu" eða þá „Tyrkja — hausnum." Þótti meira aö segja aðalbornum mönnum það mikil sœmd að vera boðnir í þessar tedrykkjur þeirra frú Willi- ams. Enn er að nefna þjón hans, svertingjann Frank Barber, sem verið hafði þrœll á plantekru í Vestur — Indíum. Johnson umgekksl hann öðr- um þrœöi sem einkason sinn, setti liann til mennta og hann erfði ailar hans eigur að honum lálnum. Oft var hávaðasamt í húsi John- sons, þegar þessu sambýlisfólki hans sinnaðist, sem gerðist niargsinnis á hverjum degi. Kom það sér þá vel að hann átti mikinn ljölda vina og aðdá- enda, sem hann gat flúið lil úr öllu argaþrasinu. Frú Thrale Það hefur verið um 1760 að Johnson kynnlist hr. Henry Thrale, forríkum brugghúseiganda, og fjöl- skyldu hans. Þetta fólk hafði afskap- lega mikla mœtur á honum, en þó sérstaklega frúin, Hesler Thrale. Þau tóku Johnson að sér, bjuggu honum sérstaka íbúð í húsi sínu og létu á all- an hátt sem hann vœri einn af fjöl- skyldunni. Nœstu tutlugu árin bjó hann hjá þeim að meira og minna leyti, fór aðeins heim í Fleet Street um helgar. ÖIl þessi alúð var honuni ómetanleg, því á Thrale — heimilinu fékk hann sefað þunglyndi sitt, auk þess sem hinn góði aðbúnaður var manni, sem ^mir kvillar þjáðu, sönn heilsulind. Á síöari árum sínum tók Johnson nefnilega að þjáðst ákaft af vatnssýki og þvagsýrugigt, sem voru menningarkvillar þessara tíma. Johnson hafði gert all víðreist um England, efiir að um hœgðisl hjá honum eftir orðabókarverkið, og ofl voru Thrale — hjónin með í för. Þau tóku hann eitt sinn með sér lil Frakk- lands og var það eina utanför hans um dagana. Til stóð um 1780 að þau fœru ásamt honum til Ítalíu, sem var draumaland hins aldraða vinar klass- iskra mennta. En úr þvt varö aldrei, Johnson án vafa lil mikilla von- brigða. Gaman er að koma því að hér að Johnson mun eitt sinn hafa eygt von um að komast til íslands. Haíði einn vina hans skipulagt ferð þangað, en entist ekki aldur til að láta af því veröa. Johnson mun hafa lesið það um Island sem honunt var tiltœkt, þar á meðal bók náltúrufrœðingsins Horrebow, sem þýdd hafði verið á ensku. En öll sœla tekur enda. Árið 1781 lést Henry Thrale og Itúsið ásanil brugghúsinu var selt. Frúin var á besta aldri og hafði lengi verið ást- fangin af ítölskum tónlistarkennara á heimilinu, Piozzi að nafni. Halði hún ekki lengi verið í ekkjustandi er hún ákvað að ganga að eiga ítalann. Þetla þótti hið versta hneyksli. Dœtur frú- arinnar sneru við henni baki og hún var komin á fremstu nöf með að missa móðinn og hœtla við allt sam- an. Þó fór svo að hún hafði silt fram og mun hjónabandið liafa verið hið 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.