Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 3. febrúar 1990 Hvað er hejmsiieki? Heimspeki og heimspekingur eru þýöingar á grísku orðunum fílósófía og fílósóf Þau eru dregin af grískri sögn, fílósófein, sem merkir „ að elska vísdóm“. Fílósófvar sá kallaður sem elskaði Sófíu, grísku viskugyðjuna. Höfundur þessara orða, og stofnandi fyrsta heimspekiskóla Vesturlanda, var Pýþagóras. Þegar Pýþagóras talaði um að hann elskaði Sófíu, þá átti hann aðeins viðþað að hann hefði löngun til að leita þekkingar. Nú leita menn ekki að því sem þeir eiga. Menn leita aðþví sem þá vantar. I orði Pýþagórasar, fílósóf felst að heimspekingur sé sá sem viðurkennir að hann sé fáfróður en leiti skilnings og beri virðingu fyrir allri þekkingu. Þegar Pýþagóras býr til þetta orð þá vill hann með því greina sigfrá þeim mönnum sem kölluðu sig vitringa eða sófista. Sumir kalla safn minnis- atrið þekkingu. Aðrir krefj- ast skilnings sem nœr dýpra en til yfirborðs vit- undarinnar. Þeir krefjast þess að þekkingin verði eðlislœg og geri manninn að göfugri, hógvœrari og betri manni. Enginn þekkir í raun og veru nema lítið brot, jafnvel af nánasta umhverfi. Það situr enginn uppi með endanleg svör. Aristóteles segir að maðurinn verði heimspekingur þeg- ar hann er orðinn nœgilega skyn- samur til að undrast. Hann segir líka að það sé eðli allra manna að vilja vita. Eins og vikið verður að hér á eftir þá hefur heimspeki mörg andlit og skilgreiningar eru margar. Og þessar skilgreiningar sýna að hœgt vœri að svara þeirri spurningu á ólal vegu hvað það sé að vera heimspek- ingur. En við skulum um sinn láta orðið halda sinni fornu merkingu: Heimspekingur er hógvœr maður sem veit að hann er fáfróður og leil- ar. Hann reynir án fordóma að kom- ast að hinu sanna um eðli manns og heims. A þessa einföldu skilgreiningu Pýþagórasar gœtu sennilega allir þeir heimspekingar fallist sem saga heimspekinnar fjallar um. En hverju eruni við nœr? Er ekki hœgt að skil- greina „hið sanna“ á ólal vegu? Og geta menn ekki leitað „hins sanna“ eftir ótal leiöum? Hvers eðlis er veruleiki heintspekingsins? Og Itvaða aðferð notar heimspekingur lil að finna þennan veruleika sinn? Höfum við svör við þessum spurn- inguni? Já, en ekki eilt svar, heldur mörg og sundurleit eins og saga heimspekinnar sýnir. Margir heimspekingar okkar tíma telja það höfuðviðfangsefni heim- spekinnar að rannsaka tungumál og skilgreina orð: heimspekihuglakið er þrengt. Heimspeki veröur fyrst og fremst gagnrýnin rannsókn á máli leikra og lœrðra. Með þessu hyggj- ast menn nema burt allt hið merk- ingarlausa, óljósa og tvírœöa, en þetta lelja talsmenn þessarar heim- speki ról flestra heimspekilegra vandamála. Þessi skilningur eða misskilningur var ríkjandi í ensk- amerískri heimspeki í nokkra áralugi en virðist nú á undanhaldi. Heimspeki er flatarmálsfrœðileg hugsun eins og rökfrœði. Hún er ög- uð hugsun, þar sem föstum leikregl- um er fylgt. En heimspeki er líka skapandi liugsun sem leitar út fyrir og upp fyrir fyrri þekkingu og reynslu. Grundvallareðli allrar þekklrar tilveru og um leið mann- legrar hugsunar er það að vera sífellt að breytast, þólt breytingarnar séu hœgfara og menn taki ekki eftir þeim fyrr en síðar. Mannleg hugsun er í vexti. Sé, heimspeki í foryslu- hlutverki, þá nœr hún að sjálfsögðu líka yfir þetta stóra gráa svœði þar sem ný hugsun er í mótun og orð og hugtök hafa ekki eins afmarkaðar úl- línur og í flatarmálsfrœðilegri hugs- un. Hvað er heimspeki? Vitrir menn svara ekki þessari spurningu. Þeir úlskýra aðeins hvers vegna henni verður ekki svaraö nema með óljós- um orðum. En mönnum finnsl eigi að síður að skýr svör séu nauðsyn- leg. Það liggur beinast við að segja að heimspeki sé verk heimspekinga. En hverjir eru þá heimspekingar? Og hvað er það í bókum þeirra sem ger- ir þau heimspekirit? Þessi afmörkun er erfið. Heimspeki er vel skipulögð hugsun sem nœr til allra frœði- greina, lista, bókmennta, stjórnmála og trúarbragða. Skilgreiningar á þessum grunni verða jafnmargar og ólíkar og heimspekingarnir í sögu heimspekinnar. Og hver skilgreining mólast hverju sinni af heimsmynd þess sem hugsar, þjálfun hans og ög- un í hugsun. Þœr geta líka mótast af menningarlegum fordómum og þröngliyggju. Engin skilgreining á heimspeki nýtur almennrar viður- kenningar þegar yfir lengra tímabil er lilið. Líffrœðingur getur auðveld- lega svarað því hvað líffrœði er. Og hann getur nokkurn veginn sagt til um hvar takmörk hennar liggja. Og um þessi svör nœst nokkuð góð samstaða hjá líffrccðingum. Allir heimspekíngar hafa, þrátt fyrir það sem sagt var um vitra menn, svarað spurningunum: Hvað er heimspeki og hvert er umfang hennar? En um svör þeirra nœst eng- in samstaða. Það er stundum sagt að það að vera heimspekingur sé að vera ósammála. Allir sjá að nútíma líffrœðingur veit margfalt meira í sinni frœðigrein en menn gerðu fyrr á öldum. En vita nútímamenn mikiö meira nú um heimspekilegar spurn- ingar en gert var fyrir árþúsundum? Segir ekki sjálfur Alfred North Whitehead aö saga vestrœnnar heimspeki síðustu árþúsund sé ekki annað en neðanmálsskýringar við heimspeki Platós? Skilgreining Aristólelesar á heimspeki er árþúsunda göniul. Hún er nœgjanlega víðtœk til að innan hennar rúmist nánast allar skilgrein- ar um hlutverk heinispekinnar. Skil- greining hans átti að rúnti, ekki að- eins þann veruleika sem mannshug- urinn kallar veruleika, heldur allan veruleika. Síðar greindu nienn vís- indi og trú frá liinni upphaflegu rót sinni. En hefur þessi skilnaöur farið fram að fullu? Er ekki enn œðsli og þróaðasti hlnti hverrar frœðigreinar heimspeki hennar? Verður ekki sá vísindamaður sem fer lengst út í jaðra frœðigreinar sinnar orðinn að heimspekingi — jafnvel dulhyggju- manni — áður en yfir lýkur? Allt er þetta að sjálfsögðu undir skilgrein- ingu manna kornið. En tilhneiging nútímamanna sýnist vera sú að nálg- ast aftur hina víðfeðmu skilgrein- ingu sem menn hurfu frá upp úr miðöldum. Og af einhverjum áslœð- um hafa menn aldrei liœtt að kalla lœrða menn í vísindum dr. phil. Aristóteles skiptir heimspeki í rökfrœði, siðfrœði, stjórnmálaheim- speki, þekkingarfrœði og metafysik sem kallast frumspeki eða háspeki. Hvorugt þessara íslensku orða er gott. Metafysik fjallar um mörg efni, meðal annars um eðli tilverunnar, tíma og rúm, orsök hreyfingar, hið óendanlega, trú og fagurfrœði. Svörin við spurningunni, hvað er heimspeki?, eru háð menningarum- hverfi hvers tíma. í grískri heimspeki 600-450 f.Kr. fjalla heimspekingarnir Þales, Anax- imander, Anaximenes, Pýþagóras, Parmenides, Herakleitus, Entpedók- les, Anaxagóras og Demókitus um heimsmyndunarfrœði og veruleika- hugtakið. Frá 450-399 f.Kr., sem kalla mœtti „Öld Sókratesar", snerist heimspeki ekki lengur aðallega um náttúruna og alheiminn, heldur fyrst og fremst um siðgœði, stjórnmál og félagsvísindi. Heimspeki, eins og hún birtist hjá Sókratesi í ritum Plalós, fjallaði ekki urn byggingu efnisins og alheiminn. Hjá honum þýddi heimspeki fyrst og fremst athuganir á mannlegri tilveru. Rœðuhöld lians snerust aðallega um gildi hamingju, góðleika og dyggðar. Hann var ekki aðeins að reyna að skilja og skilgreina orö eins og dyggð, góðleika og hamingju. Hann var, ef trúa má Plálo, fyrst og fremst að leita að leið lil að gera mannfólk- ið dyggðugt, golt og hamingjusamt. Hjá Plaló merkir heimspeki bœði gerð alheimsins og mannlega til- veru. Hún íjallar þó öðru fremur um œðri veruleika að baki hins sýnilega heims. Sá veruleiki er ofar reynslu skilningarvitanna. Tilgangur heim- spekinnar er í augum Platós sá að maðurinn rísi upp fyrir hlutveruleik- ann til œðri tilveru ulan límans. Að- ferð Platós er ekki aðeins gagnrýnin rannsókn orða. Hann beilir rökhugs- un, en einnig íhygli og hugleiðingu, sem aðferð til að komast í snertingu við hinn andlega heim sem Itann kallar œðri veruleika. í samrœmi við kenningar Plalós fjalla Tómas Aquinas, heilagur Ag- ústínus og margir heimspekingar miðaldanna fyrst og fremst um guð, sálina og líf eftir dauðann. Hjá þeim er trú og heimspeki nánasl hiö sania. Grísk heimspeki frá 350 f.Kr. til upphafs Rómaveldis snýst aöallega um Stóuspekinga, Epikúr og vísindi Alexandríu. í miðaldaheimspeki 400-1600 f.Kr. er heimspekin að miklu leyti tengd trúnni, eins og áður segir, þar sem kirkjan og Islam réðu mestu uni gang mála. Heimspekingar Gyðinga og Araba voru einnig guðfrœðingar á þessum tíma. í nútímaheimspeki 1600-1900 gœtir sterkra áhrifa frá tœkniþróun og vísindalegum uppgötvunum. Gömul frœði voru iðkuð, en siö- frœði, stjórnmálaheimspeki, þekk- ingarfrœði og melafysik fá víðara svið og þau eru litn frá nýjum sjón- arhornum. Á þessu tímabili kenuir fjöldi vandamál og hugmynda inn í heim- spekilega umrœðu. Og þá koma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.