Tíminn - 20.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1996, Blaðsíða 5
Þri&judagur 20. ágúst 1996 WwUtWU 5 Ingibjörg R. Guölaugsdóttir: Bílaeign og ferbamáti FERÐAMÁTI Öðruvisi Á hjóli Gangandi Með strætisvagni Meö einkabíl 0 10 20 30 40 50 60 70 % Margir borgarbúar hafa svarað spurningum um ferbamáta, umferð og umhverfi, og viðhorf til um- ferðar þegar þeir hafa lent í úr- taki um þau mál. Ein slík var gerð sl. haust á vegum Reykja- víkurborgar og er niðurstöður hennar að finna í skýrslunni Ferðamáti og vibhorf til um- ferðar. Úrtakið var 600 manns og er hér sagt frá bílaeign svar- enda og hvaða ferbamáta þeir kusu helst. Almennt má segja að mikill meirihluti, um 66%, kusu að nota einkabílinn, um 15% strætisvagna, um 10% að ganga og um 7% að hjóla. Að vilja og gera fór þó ekki saman. Eiga bíl? Meðalfjöldi bíla á heimilinu var á bilinu 1 - 1,5 og flestir á heimili í Breibholti og Grafar- vogi. Bílaeign þeirra sem búa vestan Kringlumýrarbrautar er áberandi minni en austar. Fleiri karlar en konur réðu yfir bíl. Umráð manna fara vaxandi fram að fimmtugu en minnka eftir það. Því meira nám ab baki eða hærri tekjur sem svarendur höfðu því fleiri réðu yfir bíl. Menn höfðu misjafnar skoðanir á því hvab það kostaði aö eiga/reka bíl á mánuði. Konur töldu það kosta minna en karlar og því hærri tekjur sem menn höfðu því meira töldu þeir það kosta. Upphæðin sem svarend- ur álitu að þeir þyrftu að greiða fyrir að eiga/reka bíl á mánubi var á bilinu 5 - 35 þúsund og hærri. Marktækur munur var eftir kyni, búsetu og menntun hvort svarendur kusu að fara með VETTVANGUR einkabíl til vinnu/skóla. Heldur færri konur kjósa að nota einka- bílinn en karlar, færri Vesturbæ- ingar en íbúar annarra hverfa en Breiðhyltingar einna helst. Því lengra nám sem svarendur höfðu því óæskilegri var bíllinn sem ferðamáti. Karlar fóru frek- ar með einkabílnum til vinnu/skóla en konur, frekast þeir sem voru á milli fertugs og fimmtugs og hlutfallslega fleiri íbúar Grafarvogs en annarra hverfa. Þeir sem höfðu fram- haldsskólapróf fóru oftast með einkabílnum en þeir með grunnskólapróf sjaldnast. Því lengra nám, því fleiri ferðir. Konur fara færri ferðir að meðal- tali en karlar, yngsti aldurshóp- urinn sjaldnast en þeir milli fer- tugs og fimmtugs oftast. Hvíla bílinn? Tæplega helmingur svarabi játandi þegar spurt var hvort þeir teldu sig geta skilið bílinn eftir heima án þess aö þab ylli þeim verulegum töfum eða óþægindum. Lélegum stræt- ósamgöngum, ab bíllinn væri atvinnutæki eða keyra þyrfti börnum á milli voru ástæbur þess að ekki var hægt að skilja bílinn eftir heima. Mikill meiri- hluti svarenda, 72%, töldu sig tilbúna til að skilja bílinn eftir heima í einn dag þegar spurðir. Einn á ferb? Yfir helmingur svarenda sagð- ist vera einn í bílnum á leið til vinnu/skóla og um þriðjungur með einn farþega. Þeir sem bjuggu í Árbæjarhverfum og Breiðholti voru fæstir í bíl. Kon- ur höfðu að meðaltali fleiri far- þega í bíl en karlar.' Meb strætó Heldur fleiri svarenda kusu ab ferðast með strætisvögnum en þeir sem gerðu það. Konur vildu fremur en karlar nota strætis- vagna og helst þeir sem voru milli sextugs og sjötugs en fæst- ir milli tvítugs og þrítugs. Menntun haföi áhrif og vildu þeir sem höfðu framhaldsskóla- próf einna helst nota strætis- vagna en síst þeir sem höfbu tekið háskólapróf. Á hjóli Færri hjóla en kjósa það, og fleiri konur hjóla en karlar. Þeir sem búa í Vesturbæ kjósa frem- ur að hjóla en íbúar annarra hverfa. Svarendur með grunn- skólapróf kusu hjólið helst en síst þeir sem höfbu háskólapróf. Hærra hlutfall hjólandi er í Vesturbæ og Miðbæ/Hlíðum en í öðrum hverfum. Ganga? Fleiri gengu til vinnu/skóla en vildu og konur vildu og gengu frekar en karlar. Aldurshópur- inn 15-20 ára vill fremur ganga en aðrir. Þeir sem bjuggu í Vest- urbænum vildu fremur ganga en íbúar annarra hverfa en Graf- arvogsbúar síst. Þeir sem hafa háskólapróf kjósa fremur að ganga en aðrir en síst þeir sem hafa framhaldsskólapróf. Tilgangurinn með spurning- um um ferðamáta var að sjá hvernig fólk kýs helst að ferðast til vinnu/skóla. Þar sem fleiri nota einkabílinn en kjósa það, má segja að ef hægt er að gera aöra ferðamáta meira aðlaöandi þá færu færri með einkabílnum. Höfundur er yfirskipulagsfræöingur hjá Borgarskipulagi. Hverju átti hann von á? „Alþing er horfið á braut," kvað skáldið um Þingvelli á einhverj- um mesta niðurlægingartíma þjóðarinnar. En skömmu síðar var Alþing endurvakið og þjóð- inni fór að fara fram að nðýju. En hvað hefði skáldið sagt um þá niðurlægingu, sem Þingvöllum er nú boðin — í nafni Alþingis? Ég kom, ásamt konu minni og þrem barnabörnum, að Al- mannagjá á miövikudaginn og ætluðum að ganga eftir gjánni eins og áður, en var snúið frá. — „Kvikmyndataka," var sagt. Ég ætlaði síðar að ganga inn á Hakið þar sem best sér inneftir, en mað- ur meb embættissvip elti mig og boðaði mér brotthvarf. „Hver leyfir þér þetta?" spurði ég. „Þingvallanefnd," sagbi hann. „Hver kostar þessa kvikmynda- töku?" spurði ég. „Audi-bílaverk- smiðjurnar," svaraði maðurinn. En yfir þab er breitt í frétt þeirri sem síðar umgetur. Vera má að Audi hafi ráðið Limelight, Limel- ight Saga-film og Saga-film Hjört Grétarsson. En Hanna María Pét- ursdóttir, þjóðgarðsvörður og sóknarprestur, segist aldrei hefði leyft þessa töku, ef hún hefbi mátt ráða (16.8.). í Morgunblaöinu 16. ágúst er athyglisverð yfirlýsing frá Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra. „Björn segir að landverðir hafi fylgst meö kvikmyndatök- unni allan tímann, og að það rétt haft eftir ráðherranum: „Við höfum staðið vel að þessu, og reynt er að gera þetta tortryggilegt, er þab af illum LESENDUR hafi verið sett sem skilyrði að engu mætti raska eða breyta í gjánni." (Þó þab!) Síðan er orð- huga gert, og ekki af sanngirni." Þarna er ráðherra að „setja undir lekann" fyrirfram. Hverju átti hann von á? Ég hef hingað til talið Björn Bjarnason mætan mann, og verðan föður síns, eins af merk- ustu íslendingum þessarar aldar, en hér verð ég að gera undan- tekningu. Ég viðurkenni ekki vald ráðherra yfir góðu og illu eba til að ákvarba fyrirfram hvab er sanngirni. Það er, samkvæmt fréttinni, „forgarður Helvítis" sem Audi- menn þessa langar til ab búa til úr Almannagjá, og svívirða þannig helgistað Islendinga. Þetta kemur berlega fram í frétt Mbl. Á einum stað í fréttinni seg- ir að Almannagjá muni ekki þekkjast; á öðrum, að enginn staður á landinu hafi komið til greina annar en hún! Nútíma- kvikmyndatækni og peningavald í höndum forstokkabra mibalda- manna! í hendur slíkra „aðila" á nú að selja Þingvelli. Þeir eru verðlagðir á 30 milljónir króna. „Margir íslendingar fá vinnu." Það eru ekki aðeins „við gömlu íslendingarnir" sem látum okkur þetta varða. Fimm ára gamall drengur talaði mikið um það viö mig, að slæmt væri ab komast ekki á Þingvelli. Þorsteinn Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.