Réttur - 01.02.1917, Síða 5
Henry George 7
í þessum hug lagði H. George einn út í heiminn um
tvítugsaldur.
Eftir að hann hafði lokið ferð sinni um Suður-Ameríku,
settist hann að i San Francisko. Var þar fyrst alveg
peninga og atvinnulaus — en komst þó loks aftur að
prentiðn sinni, og vann af kappi 15 — 18 stundir á dag.
Að öðru leyti leið honum vel. Bækur voru nógar og
þar á meðal náði hann þá fyrst í bók Adam Srniths:
»Auður þjóðanna«, er mesta íhugun vakti.
Um þetta leyti kyntist H. George ungri stúlku, er síð-
ar varð kona hans. Hún hét Annie Fox. Dóttir ensks
liðsforingja, en alin upp hjá ömmu sinni þar í borginni.
Efnaður frændi var forráðamaður hennar. Var honum
lítt gefið um samdrátt þeirra H. Georges, þótti hann fá-
tæklega búinn, og bannaði þeim síðan samfundi. — En
H. George hafði sent foreldrunum heim mest af kaupi
sínu. — Hjónaefnin létu bann hans lítið á sig fá. Eitt
kvöld nam H. George unnustu sína að heiman, með að-
stoð vinar síns. Óku þau brott í vagni og giftust sam-
dægurs. — ( byrjun unnu þau fyrir sér sitt á hvorum
stað og bjuggu eigi saman. En brátt komst hann svo
að blaðútgáfu. F*ó var atvinnan svo rýr, að heimili
þeirra leið beinlínis skort. Annie varð að selja skartgripi
sína og fatnað þeim til fæðis. Skorturinn svarf svo að
heimili þeirra utn skeið, að Henry George var nærri þvf
kominn að örvinglast. Löngu síðar sagði hann sjálfur
frá þessu dæmi: »Einn morgun, þegar öll sund virtust
lokuð, gekk eg út á götuna og hugsaði mér að biðja
fyrsta ríkmannlega nianninn, sem eg mætti, um nokkra
peninga. Gekk svo í veg fyrir ókunnugan mann og
sagði að mér bráðlægi á 5 dollurum. Kónan mín lægi
á sæng og hefði ekkert til að nærast á. Maðurinn rétti
mér peningana. En hefði hann brugðist illa við, má
vera að eg hefði unnið slys á honum, svo var eg yfir-
kominn.*
Mun.þetta hafa verið í það eina sinn á æfinni, sem