Réttur - 01.02.1917, Side 39
Henry George og jafnaðarmenskan.
1. Atvinnufélög og jafnaðarmenska
(Úr »Science of Political Economy« II., 7.)
Á 19. öld kom fram verndarregla fyrir verkalýð er
»Chartisme«* nefndist; kom hún fyrst upp á Englandi
Og breiddist síðan víða út: En þeirri stefnu fór sem
öðrum verndarhugmynduni, að hún gerði engan greinar-
mun á jarðarafurðum og vinnuafurðum, en taldi hvort-
tveggja til auðs, og reyndi að bæta kjör verkamanna
með ofbeldisverkum. Hún gerði verkamennina að sér-
stakri st'étt, sem eðlilega væri með öllu fráskilin vinnu-
veitendunum, og reyndi því að safna verkamönnum
saman í .samband, og síðan í nafni þess sambands að
fá yfirvöldin til þess að leggja hömlur á vald vinnuveit-
enda, stytta vinnutímann o. fl. Pannig reyndu þeir að
kreppa að vinnuveitendum og greiða máli sínu götu.
Þýzku Vísindin, hálærð, skriffinskuleg og óaðgengileg,
eins og þau eru vön að vera, steyptu þessar kenningar
upp í vísindalegt kerfi, sem kent er við Karl Marx; rit-
aði hann afarmikið rit í 3 bindum: »Das Kapital« (Auð-
urinn) í Englandi á þýzka tungu 1867. Hann gerir eng-
an mun á því sem náttúran og maðurinn framleiðir, en
* „The Chartism" kom fyrst upp á Englandi um 1817, og átti fyrst
erfitt uppdráttar, en niðurstaða baráttu þeirra á Englandi er kosn-
ingarrcttur verkamanna.