Réttur


Réttur - 01.06.1943, Side 6

Réttur - 01.06.1943, Side 6
82 RÉTTUR Gyðingar verði hundeltir og þrælkaðir í föðurlandi Lincolns, eins og Gyðingar og ekki-Germanar á ættjörð Heine og Mendelsohns? Það væru ægileg örlög, ef svo færi um einhverja þróttmestu þjóð veraldarinnar, — þá sem skapað hefur glæsilegasta framleiðslu- hákn, sem heimssagan þekkir. Og ægilegastar af öllum yrðu afleiðingar þess ef til vill fyrir — íslendinga. Hvaða örlög bíða Islands, eí heimsdrottnunarstefna amerískra fasista sigrar? Fyrir amerískan fasisma, sem brotið hefði á bak aftur frelsis- stefnurnar í sínu eigin landi og sett kúgunarpólitík í stað góðrar nágrannasambúðar Roosevelts, væri ísland stökkpallurinn til árása á Evrópu. Þéttbýl hámenningarlönd Evrópu eru markaðurinn, sem markaðsþurfandi auðvald Ameríku krefst. Róttækar þjóðstjórnir Frakklands, Noregs og annarra frjálsra landa Evrópu, máski líka Englands, væru honum sá þyrnir í auga, sem kippa þyrfti burtu. Frá íslandi ná sprengjuflugvélarnar hinum nýju höfuðstöðvum ev- rópskrar menningar og frelsis, — máski hefur orustuflugvélunum þá fleygt svo fram líka, að þær geti fylgzt þangað með. Og til ís- lands myndu samsvarandi flugvélar frá meginlandinu ná, til þess að reyna að „eyða innrásarstöðvunum.“ Það er talað um ísland sem Möltu Atlantshafsins. Enginn blettur jarðar hefur orðið fyrir eins mörgum loftárásum í þessu stríði og Malta. — í árásarstríði amerísks fasisma á frjálsa Evrópu, yrði ísland fyrir fleiri sprengjum en nokkurt annað land, ef þar væri herstöð fyrir fasistana. „Framförin“ í sprengjugerð er slík, að hinar ægilegu loftárásir Þjóðverja á London 1940—41 eru nú taldar barnaleikur hjá árás- um Bandamanna á Ruhr-borgirnar 1943. — Með slíkum „framför- um“ næstu árin er það lítið afrek að þurrka út „borgina“ Reykja- vik og litltf sjávarþorpin okkar, sem við köllum bæi. Það, sem okkar litla þjóð hefur verið að skapa sér af efnalegri undirstöðu undir frjálst þjóðlíf og fagra menningu, eftir alda eymd og basl,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.