Réttur


Réttur - 01.06.1943, Side 8

Réttur - 01.06.1943, Side 8
84 RÉTTUR Áróður íslenzkra iasista íyrir að gera ísland að amerískri herstöð En einmitt þegar líf eða dauði þjóðarinnar getur oltið á því að þjóðareining um algerlega sjálfstæða utanríkispólitík geti skapazt, og þegar frelsi hennar áreiðanlega er undir slíkri virkri einingu komið, þá byrjar hér samtímis á tveim stöðum, í tveim flokkum og í tveim blöðum hamslaus áróður fyrir raunverulegri innlimun Is- lands í hernaðarkerfi Bandaríkjanna. Meðan íslenzka þjóðin hefur í höndum sínum hátíðlega yfirlýs- ingu Roosevelts forseta, — sem þjóðin treystir, um að allur herinn fari héðan á brott að stríðinu loknu, — meðan þjóðin ennfremur hefur sams konar opinbert fyrirheit frá Churchill, sem hún einnig treystir, — þá veður Jónas Jónsson fram á ritvöllinn í „Degi“ og býður, verandi formaður næststærsta stjórnmálaflokksins á Islandi, Bandaríkjunum herstöðvar hér að stríðinu loknu, „móti hernaðar- hættu frá meginlandi Evrópu.“ Og ekki tekur betra við, þegar litið er til eins dagblaðs stærsta stjórnmálaflokksins á landinu, dagblaðsins Vísis, og ber alveg sér- staklega að athuga undir hvaða kringumstæðum það blað gefur yfirlýsingar sínar. íslenzka þjóðin hefur nú veigameiri yfirlýsingar til þess að byggja algert sjálfstæði sitt á en nokkurn tíma fyrr: 1) Atlantshafs- yfirlýsingu Churchills og Roosevelts um sjálfsákvörðunarrétt þjóð- anna, — 2) Viðurkenningu bæði Breta og Bandaríkjanna á ís- landi sem frjálsu og fullvalda ríki, — 3) Ýtarlegri viðurkenningu á frelsi hafanna eftir þessa styrjöld en áður hefur fengizt, — 4) Sérstaka viðurkenningu Bandaríkjastjórnar á íslandi sem lýðveldi, ef þjóðin komi því á eftir árið 1943. Og þvert ofan í allar þessar yfirlýsingar og í algerri mótsögn við ræðu Wallace varaforseta gegn heimsvaldastefnu ameríska aftur- haldsins og kröfum þess um áhrifasvæði, — kemur svo dagblaðið „Vísir“ — aðal fylgisblað núverandi stjórnar á íslandi, og segir: „ísland liggur fyrst og fremst á áhrifasvæði liins enskumælandi heims“.... Þó „hér búi norræn þjóð, sem lotið hefur kúgunarvaldi frændþjóða sinna“ .... þá „réttlætir það á engan hátt að landið sé talið með Norðurlöndum*4

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.