Réttur


Réttur - 01.06.1943, Síða 26

Réttur - 01.06.1943, Síða 26
102 RÉTTUR um leysti hann upp Fyrsta alþjóðasambandið, þar sem það skipu- lagsform var ekki lengur í samræmi við kröfur tímans. Með tilliti til þess, sem að framan getur, og til vaxtar og stjórn- málaþroska kommúnistaflokkanna og foringjaliðs þeirra í einstök- um löndum, og þar sem sumar deildir sambandsins hafa síðan stríðið skall á ymprað á að leggja skyldi Alþjóðasamband komm- únista niður sem stjórnarmiðstöð hinnar alþjóðlegu verkalýðs- breyfingar, þá hefur stjórn framkvæmdanefndar Alþjóðasambands- ins ákveðið, að leggja fram eftirfarandi tillögu fyrir deildir þess, þar sem ekki er hægt að kveðja saman sambandsþing vegna styrj- aldarinnar: Alþjóðasamband kommúnista, sem stjórnarmiðstöð hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyjingar, skal verða lagt niður, og eru því deildir þess lausar við þœr skyldur, sem lög og samþykktir sam- bandsþinga haja lagl á þœr. Stjórn jramkvœmdanejndar Alþjóðasambands kommúnista skor- ar á alla stuðningsmenn Alþjóðasambandsins, að einbeita öllum kröftum sínum á einlœgan stuðning og virka þátttöku í frelsis- stríði þeirra þjóða og ríkja, sem eru meðlimir bandalagsins gegn Hitler, svo að s/cjótur sigur verði unninn á erkióvini verltalýðsins og allra vinnandi manna — hinum þýzka nazisma, bandamönnum lians og leppum. STJÓRN FRAMKVÆMDANEFNDAR ALÞJÓÐASAMBANDS KOMMÚNISTA G. Dimitrojf. M. Ercoli. IV. Florin. K. Gottwald. V. Kolarofj. J. Koplenig. O. Kuusinen. D. Manúilski. A. Marty. W. Pieck. M. Thorez. A. Sdanoff. Eftirfarandi fulltrúar kommúnistaflokka skrifuðu einnig nöfn sín undir þessa ályktun: Bianco (ltalía). Dolores lbarurri (Spánn). Lekhitinin (Finnland). Anna Pauker (Rúmenía). Matthias Rakosi (Ungverjaland).

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.