Réttur


Réttur - 01.06.1943, Page 34

Réttur - 01.06.1943, Page 34
110 R É T T U R arinnar lífskjör snillingsins í borgaraþjóðfélaginu og vináttu og samstarf þeirra Marx og Engels. Ekkert hef ég lesið um þessa tvo vini, sem hefur gert þá jafnlifandi fyrir mér og hugstæða. Ég veit ekki hvort kaflinn nýtur sín slitinn úr samhengi, en Marxævisaga Mehrings hlýtur að koma á íslenzku fyrr eða síðar. Það er ekki auðvelt að finna betri bók til fyrstu kynna af Marxismanum, fá að fylgjast með því, hvernig hann verður til, og kynnast persónulega mönnunum, sem lögðu grundvöll hins vísindalega sósíalisma. Sig- urför Marxismans undanfarna áratugi hefur á svo áberandi hátt ofið saman sögu hans og sögu mannkynsins, að enginn hugsandi nútímamaður kemst hjá því að taka afstöðu. S. G. NOKKRAR HEIMILDIR um Marx, Engels og Marxismann, á íslenzku: I Lenín: Marxisminn (Réttur, XV. árg. 237). Lenin: Karl Marx (Réttur, XV. árg. 331). Marx og Engels: Kommúnistaávarpið. Engels: Þróun jafnaðarstejnunnar. Marx: Launavinna og auðmagn (Réttur, XVI. árg. 2. hefti). Marx: Athugasemdir við Gothastefnuskrána (Réttur, XIII. árg. 193). Stalín: Lenínisminn. Asgeir Bl. Magnússon: Marxisminn. Brynjólfur Bjarnason: Hin cfnalega söguskoðun (Réttur, XV. árg. 3). Haraldur Sigurðsson: Friedrich Engels (Réttur, XXVI. árg. 49). Sverrir Kristjánsson: Alftjóðasambönd verkalýðsins (Réttur, XIV., 193)

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.