Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 63

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 63
R É T T U K 139 anna, er enn gátu gengið, hreyfðust eins og óþreytandi fjölfætl- ingar. Hann þreifaði eftir veggnum, dumpaði á hann með bognum vísifingri. Nokkur högg með löngum þögnum á milli. Ekkert svar. Æsingin hafði horfið um leið og baráttunni lauk. Vellíðunar- kenndin sem hafði deyft Kassner fyrst eftir að hurðin skall aftur, var að tætast sundur og unnnyndast í kvíða; féll í tætlum frá hinu sárviðkvæma hörundi hans, frá fötum hans, sem orðin voru limpi- leg eins og náttföt, axlabönd hans og skóreimar höfðu verið slitin burt og hnapparnir skornir af (hann átti ekki að geta framið sjálfsmorð) en við það var eins og sjálft efnið í fötunum hefði breytzt. Hvað var það sem þrengdi að honum? Holan í veggnum? Eða sársaukinn, sem smátt og smátt var að smjúga gegnum hita- órana? Eða nóttin? Fangar, lokaðir inni í kringlóttum klefurn þar sem ekkert er til að hvíla augun við, verða alltaf brjálaðir. Hann dumpaði aftur. Ljósrákirnar tvær, hornréttar hvor á aðra, sem merktu dyra- karminn, hurfu. Styrkur hans tók að tæra hann sjálfan, vegna vöntunar á verk- efni. Eðli hans krafðist athafnar og myrkrið saug viljaþrek hans. Hann varð að bíða. Það var allt og sumt. Þrauka. Lifa í eins konar dvala, eins og lama maður, eins og dauðvona maður, með sömu duldu seiglunni, — eins og andlit í sjálfu hjarta myrkursins. Að öðrum kosti — brjálsemin. Aimar kafli Hversu margir dagar? Niðamyrkur, nema þegar verðirnir litu inn nteð vissu millibili, og stöku ljósgeisli er smaug milli hurðarinnar og gólfsins. Hversu marga daga aleinn með brjálseminni, sem lá í loftinu, hverful og þó nálæg, líkt og örveikt kvak í froski. í nágrannaklefunum var haldið áfram að berja fangana. Uti var líklega dagbjart. Heiður dagur, þrunginn trjám og grasi, og bárujárnsþökin bláleit í morgunbirtunni. Kona hans var í Prag, en síðustu tuttugu mínúturnar hafði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.