Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 71

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 71
R É T T U lt 147 kveljandi eftirvæntingu. Hann bankaði í vegginn, hvað eftir ann- að, nú alveg af handahófi. Ekkert svar. Ekki gat hann verið orð- inn heyrnarlaus, hann heyrði högg sjálfs sín, fótatak sitt, öll hin dularfullu hljóð fangelsisins. Verðirnir höfðu opnað nálægan klefa. Hafði sá sem bankaði verið tekinn þess vegna, eða fluttur af til- viljun í annan klefa? Eins og tónarnir rétt áður tók nú einnig vonin að fjara út, og skildi hann eftir varnarlausan fyrir hinum tortímandi fásinnisdvala. Samt hélt hann áfram að hlusta eftir bankinu sem hlaut að koma; árangurslaust, og enn einu sinni eydd- ist vonin, síðasta tálvonin, eins og síðasta blóðgusan úr sári. knúð fram af sterkum hjartaslögum. Hann lokaði augunum og hinn dimmrauði heimur óráðsins sveip- aðist um hann. Hugmyndaóskapnaður, og gegnum hann fyrst lit- brá, líkl og af olíu á vatni, loks bar mest á heiðgulu, alsettu svört- um krossstrikum. Var það árbrotið, þar sem fiskarnir, kæfðir af fallbyssuskotum hvítliða, flutu um fætur hungraðra uppreisnar- manna, er óðu yfir með byssu um öxl, gulir fiskmagarnir áberandi í gráleitri birlu liinnar köldu dögunar. . . . Svo var eins og sólin kæmi skyndilega upp, geislandi birtan glampaði í aragrúa gim- steina á gömlum kirkjumunum, og óreglulegir fletir á yfirborði þeirra blöktu undan hljómum hins draugalega sönglanda, líkt og hin örveiku Ijós dýrlingalampanna, og urðu fyrirvaralaust nætur- ljós Síberíulestarinnar er brunaði um skógana undir talsímaþráð- unum líkt og hafskip.... Borgarastyrj öldin. Hugur hans var í æðislegu eltingahlaupi við hugmyndirnar af æviatriðum hans. Hann varð að skipuleggja þennan eltingarleik, reyna að sveigja myndirnar undir vald viljans. Þegar Bakúnín sat í fangelsi, liafði hann það sér til afþreyingar að semja dag hvern heilt blað: Ritstjórnargreinar, fréttir, framhaldssögu, bókmennta- þætti, bæjardagbók. . . . Myndirnar, sem tónarnir liöfðu knúð fram, voru ekki annað en hillingar, hann varð að koma þeim inn í ríki tímans. Fangavistin var því aðeins hæltuleg, að maður hefð- ist ekki að. Ef til vill gæti Kassner sigrazt á fásinnisdvalanum og brjálseminni, sem setzt höfðu að honum í neðanjarðartilveru hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.