Réttur


Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 7

Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 7
RÉTTUR 95 ur-Evrópu og víðar í þann hóp, og mun nú láta nærri, að fjórðungur mannkynsins vinni að því að byggja upp sósíal- isma í lönduin sínum. — Og í þeim löndum, sem auðvaldið ræður enn, fylkja sér nú milljónir undir merki hinna marx- ísku flokka. Veldi Marx er nú orðið mikið og víðlent og harla ólíkt því, sem var fyrir hundrað árum. „Veraldarsagan er dómstóll mannkynsins," sagði Hegel einhverju sinni. — Og hún liefur nú löngu dæmt á milli Marx og andstæðinga hans, milli marxista og endurskoðunar-sinna. Allir spá- dómar þeirra um friðsamlega og snurðulausa þróun auð- valdsþjóðfélagsins liafa reynzt hjóm og froða. Gasprið um hið hlutlausa eðli horgaralegs ríkisvalds hefur komið þeim sjálfum í koll í harmleiknum í Þýzkalandi, — valdatöku og valdaafsali sósíaldemokrata þar. Hvert atriði úr sögu þessara áratuga hefur staðfest gildi marxismans. — Undir leiðsögn hans hefur sósíalisminn unnið þá sigra, er unnizt Iiafa. Endurskoðunarstefnan var frá upphafi eins konar borgar- legt afbrigði af sósíalismanum, — og eftir jjví sem auðvalds- þjóðfélaginu hefur hrakað meir, hefur hún orðið samgrónari borgarastéttinni. — En nóg um það, sagan hefur þegar dæmt á milli hennar og marxismans —, og þeim dómi verður vafalaust fullnægt. En marxisminn hefur ekki aðeins aukið áhrif sín og veldi, hann hefur sífellt auðgazt og vaxið með verkefnum sínum. Honum var aldrei ætlað að verða nein kirkjukredda eða lokað kenningakerfi, þar sem engu mætti hnika né auka neinu við. Slíkt væri í mótsögn við eðli hans og hlutverk — og viðhorf og starf höfunda lians. Sjálfir lærðu þeir Marx og Engels sífellt af reynslnnni og má í því sambandi minna á Parísaruppreistina og kenningu Marx um ríkisvaldið. Nýjar aðstæður hafa þannig auðgað og dýpkað kenninguna og bætt í hana nýjum þáttum, svo sem skilgreiningu Lenins á heimsvaldastefnunni o. fl., o. fl., — og svo mun verða fram- vegis. En slíkt er engin endurskoðun á fræðikenningu Marx, heldur í fullu samræmi við allan anda hennar og frumskil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.