Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 9

Réttur - 01.06.1948, Side 9
R É T T U R 97 sjá þess vott, t. d. í ritum Max Webers, Tawneys, Mannheims o. fl. — Það, sem var lifandi heild hjá Marx — í sífelldri víxláorkan, er nú vængstýft og einangrað. í liagfræðinni, — sem fæst við leyndardóma auðvalds- skipulagsins —, liafa vandkvæðin verið rneiri. Þar þurfti að forðast allar hættulegar forsendur og ályktanir, en reyna þó jafnframt að tryggja, að lræðin gætu orðið auðmönnunum að einhverju gagni í fjármálalífinu. Þegar á nítjándu öld var hin klassiska hagfræði Richardos og fylgjenda hans látin fyrir róða. Virðiskenningin, um að það væri vinnan, sem skapaði verðmæti varanna, var liclzt til óþægileg, og svo var l'leira að. Síðan komst randvirðiskenning Bölun-Bawerks og Co. í tízku, en nú er hún líka að falla í ónáð. Hagfræði- kenningar borgaranna hafa yfirleitt ekki krufið auðvalds- þjóðfélagið til mergjar, rannsakað það frá sögulegu sjónar- iniði — í vexti þess og hrörnun —, þess vegna hafa þær ekki átt neitt af sagnaranda Marx. Margir borgaralegir hagfræð- ingar hafa fundið til þessa, einkum síðustu árin, og það hefur orðið til jress, að áhuginn fyrir Marx — þessum ill- ræmda utangarðsmanni — hefur vaknað. En áhrifin hafa líka orðið á annan og gagngerðari veg en að ofan getur. Það helur orðið æ tíðara síðustu árin, að ýinsir ágætustu fræðimenn og hugsuðir borgarastéttarinnar hafi gengið yfir í herbúðir marxismans — aðhyllzt ltann í starfi sínu og fræðiiðkunum. Hefur þeim þótt sem marxism- inn gæfi hina beztii heildarsýn og leiðsögn í þekkingarleit og framsókn mannkynsins. Margir af hinum ágætustu vís- indamönnum Vesturlanda hafa þannig gengið af trúnni. — En í Kommúnistaávarpinu hefur Marx lýst. svo lokaskeiði auðvaldsins: „Fjölmargir borgarar fylkja sér undir merki ör- eiganna. Eru það einkum menntamenn, sem aflað hafa sér vísindalegrar þekkingar á söguþróuninni.“ Kannske er loka- stundin ekki langt undan? * 7

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.