Réttur


Réttur - 01.06.1948, Síða 50

Réttur - 01.06.1948, Síða 50
138 RÉTTUR verið hafði með þeim í fossanefndinni, sat þá ekki lengur á þingi. Þótt skoðanir þeirra Bjarna og Jóns væru að sumu leyti ólíkar, þá voru þeir sammála um fordæmingu stjórnar- lrumvarpsins og um breytingartillögur við það, fyrst og fremst um að takmarka valdsvið „eigenda“. Aðal gagnrýni sína á stjórnarfrumvarpinu fólu þeir Bjarni og Jón í þessum atriðum (nefndarálit þeirra er Jring- skjal 486 í A.-deild Alþ.tíð. 192.3): „I. Alerlendum og hálferlenduni mönnum og félögum, sem liafa keypt vatnsréttindin til n;er allra stærstu fallvatna landsins, er gef- inn miklu ríkari og víðtækari réttur yfir þessum feng sínum cn þeir jarðeigendtir höfðu, sem seldu þeim hann. 2. Alls cngar hömlur cru lagðar á vcrzlun með vatnsréttindi (fossa- prang), en uppör.fun mikil gefin þessari „atvinnugrein", þar sem verðmæti verzlnnarvörunnar er stórkostlega aukið samkvæmt fram- ansögðu." Umræðurnar um málið urðu allharðar. Jón Þorláksson, sem ])á var Jringmaður Reykvíkinga, hafði framsögu fyrir minnihlutanum. Beitti hann auðsjáan- lega öllu Jrví áhrifavaldi, sem hann átti til og sótti aðstoð út fyrir Jringið, til Guðmundur Björnssonar, til Jress að láta ekkert til sparað að aðstýra því versta, er yfir vofði. Fórust honum m. a. svo orð í ræðu sinni í neðri deild .3. maí 192.3: „Nú var svo ástatt, að þegar fossanefndin sat að störfum, voru svo að segja öll stærstu og hagkvæmustu fallvötn landsins komin í hendur útlendinga, nema liluti landssjóðs og Reykjavíkurbæjar í vatnsréttindum Sogsins. Ýmist voru vötnin seld eða leigð útlendum félögum til lengri eða skemmri tíma. Af þessum ástæðum tókum við (þ. e. fosSanefndin) til atliugunar, hvorL fara skyldi eins að og Norðmenn 1880 og viður- kenna eignarréttinn og leggja síðan strangar sérleyfishömlur á verzlun þeirra. En okkur þótti of seint að fara þá leið. Við vorum búnir þegar að selja vatnsréttindin í hendur útlendinga." .. . Síðan hélt hann áfram: „En nú vill háttv. meiri hluti fara þessa leið og gefa útlendingun- um allan þann framtíðargróða, sem vér getum haft af notkun fall- vatnanna. Ég er ekki fyrir að nota stór orð, en get þó ekki látið hjá

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.