Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 61

Réttur - 01.10.1950, Page 61
RÉTTUR 301 ar, lækkun vaxta, aukinni tækni, bættum vinnuaðferðum og með algerum niðurskurði á skriffinnsku og óþarfa nefndabákni ríkisvaldsins." Hér er dregin saman í fáum orðum stefna sú, sem Sós- íalistaflokkurinn hefur barizt fyrir undanfarin ár. Flokksstjóraarfundur Sósíalistaflokksins Flokksstjómarfundur Sósíalistaflokksins kom saman í Reykjavík dagana 25.—26. nóvember. Voru þar gerðar ýmsar gagnmerkar samþykktir og fara þrjár þeirra sem mestu varða hér á eftir: I. BARÁTTA ÍSLENDINGA GEGN HINNI NÝJU EINOKUN, ATVINNULEYSI OG DÝRTÍÐ ísland á nóg framleiðslutæki til að tryggja öllum landsmönnum vinnu, ef þau eru notuð til fulls. ísland getur haldið áfram að afla sér nýrra tækja bæði til nýbyggingar í landbúnaði og til að koma upp stóriðju í krafti fossanna, ef þjóðin lætur ekki erlenda auð- hringi hindra tæknilegar framkvæmdir af ótta við samkeppni. Það er einber blekking, að atvinnuleysi þurfi að eiga sér stað á íslandi. ísland getur haft aðgang að nægum mörkuðum fyrir allar þær vörur, sem landið getur framleitt, ef þjóðin miðar viðskiptapóli- tík sína við eigin hagsmuni, en lætur ekki erlenda auðdrottna segja sér fyrir verkum. Það er einber blekking, þegar sagt er, að markaði skorti fyrir framleiðsluvörur íslendinga. Þessi tvö frumskilyrði fyrir velferð almennings verða því að- eins hagnýtt til fulls, að verkalýðurinn hafi forystuna í stjórn- málum þjóðarinnar, þar sem auðmannastéttin vill ekki hagnýta markaði alþýðuríkjanna, af því að yfirboðarar hennar, amerísku auðdrottnarnir, leyfa það ekki, og reynslan sýnir, að íslenzka auð- mannastéttin hagnýtir framleiðslutæki landsmanna ekki til fulls,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.