Réttur


Réttur - 01.08.1952, Síða 33

Réttur - 01.08.1952, Síða 33
RETTUR 225 Stalín yfirmaður Ríkisvamarnefndarinnar og herstyrks landsins. Af stakri hugprýði hafði okkar vitri og óttalausi foringi forystu fyr- ir sovéthernum til sigurs yfir óvininum. Það var gæfa flokks okkar og þjóða Sovétríkjanna að félagi Stalín hélt um stjómarvöl sovét- ríkisins og hers þess á þeim alvarlegu tímum. (Hávært og lang- varandi lófatak). Sigur sovétþjóðarinnar sýndi öllum heimi, að styrkur og máttur hins sósíalistiska ríkis okkar er óbifanlegur. Það er ein þýðingarmesta lexían, sem stríðið mikla fyrir föður- landið kennir. Að sönnu hafa ekki allir lært lexíu sögunnar. Bandarísku heimsvaldasinnarnir, sem hafa fitað sig á tveim heims- styrjöldum og eru ölvaðir af þeirri brjálæðishugmynd að brjóta allan heiminn undir yfirráð sín, eru aftur að hrinda þjóðunum niður í hyldýpi heimsstyrjaldar. Núverandi ráðamenn í Bandaríkjunum — Morganarnir, Rocke- fellerarnir, Mellonarnir, Du Pontarnir og aðrir — þeir sem sitja við stýrið á bandarísku ríkis- og stríðsvélinni, eru önnum kafnir við að koma saman nýjum einokunarhringum á heimsmælikvarða, svo sem Stál- og kolasamsteypu Evrópu og Alþjóðlega olíuhringn- um, með það fyrir augum að ná hraðar tökum á atvinnulífi ann- arra landa og stjórna því í samræmi við sína eigin hagsmuni. Þeir sækjast eftir að ná alræðisvaldi í öllum hlutum heims til þess að tryggja sjálfum sér feiknagróða með því að ræna og þrælka þjóðir annarra landa. Það er vegna þessa, sem þeir hafa þörf fyrir styrjöld. Með stríðsundirbúning að markmiði, er banda- ríska stórauðvaldið ásamt bandarísku hernaðarsinnunum að taka upp alla hætti fasistastjórnar til þess að brjóta niður alla friðarvið- leitni þjóðar síns eigin lands og kæfa alla andstöðu gegn ævin- týramennsku sinni. Jafnframt því sem þeir knýja land sitt áleiðis til styrjaldar reikna þeir dæmið þannig að hervæðingarkapphlaup- ið og stríðsástandið muni gera þeim mögulegt að komast hjá efna- hagskreppu. En kreppan færist miskunnarlaust yfir atvinnulíf Bandaríkjanna og engin loddarabrögð eða ævintýrauppátæki fjár- málajöfranna geta komið í veg fyrir hana. Þeir auka hraðann í vígbúnaðarkapphlaupinu og leggja allt atvinnulíf sitt undir stríðs- undirbúning. Þeir óttast frið meira en stríð, enda þótt enginn vafi geti leikið á því að með því að hleypa styrjöld af stað munu þeir aðeins hraða sinni eigin tortímingu. (Lófatak). Þeir þenja net herstöðva sinna um allan heim og leggja allt kapp á að hrófla saman hvers kyns árásarsinnuðum hernaðarbanda- lögum í æðisgengnum undirbúningi undir styrjöld gegn Sovétríkj- unum og öðrum friðsömum ríkjum. Látlaust lauma þeir inn í 15

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.