Réttur


Réttur - 01.08.1952, Side 37

Réttur - 01.08.1952, Side 37
RÉTTUR 229 söguleg reynsla okkar eigin sovézka fjölþjóðaríkis, getum við sagt að þau meginatriði, sem einkenna háþróaða, sósíalistiska þjóð, séu þessi: í fyrsta lagi, tilvera fremsta félagsmála- og stjórnmálakerfis í heimi, kerfis þar sem engar arðránsstéttir fyrirfinnast og þar sem máttur fólksins hefur óskoruð völd. í öðru lagi, tilvera þróaðs sósíalistisks iðnaðar og sósíalistisks landbúnaðar með stórframleiðslusniði. í þriðja lagi, almenn lestrar- og skriftarkunnátta, frœðsluskylda barna, umfangsmikið kerfi æðri menntunar, sem gerir það mögu- legt að þjálfa þjóðlegt forystulið sérfræðinga á öllum sviðum atvinnulífs og menningar, og loks blómleg vísindi og listir. í fjórða lagi, sibatnandi lífskjör allrar þjóðarinnar vegna vaxandi kaupmáttar launa verkamanna og starfsfólks og tekna bænda, vegna vaxandi viðskiptaveltu, vegna vaxtar og umbóta á borgum og batnandi húsakynna,vegna tilveru víðtækrar heilbrigðisþjónustu sem tryggir heilsuvernd allrar þjóðarinnar. í fimmta iagi, alger sigur þess hugsunarháttar að öllum kyn- þáttum og þjóðernum beri sami réttur, hugsunarháttar vináttu þjóða í milli. Bera þjóðir sovétlýðvelda okkar þessi einkenni háþróaðra sósíal- istiskra þjóða? Já, þær gera það. En snúum okkur að staðreyndunum. Það er alkunna, að keisarastjórnin var kúgari og böðull þjóða Rússaveldis. Þær mörgu þjóðir, sem ekki voru rússneskar, voru gersamlega réttindalausar, í öllum stjórnarskrifstofum var allt talað og skrifað á rússnesku, sem þjóðirnar sjálfar skildu ekki. Síðan sovétskipulagið komst á hafa allar þjóðir í landi okkar orðið sérstök ríki. Síðan sovétstjórnin tók við hafa landsvæði, sem voru ekki-rússnesk landamærahéruð í Rússlandi keisaranna breytzt úr nýlendum og hálfnýlendum í raunveruleg, sjálfstæð ríki, í sovétlýðveldi, sem ráða yfir sínu eigin landi, njóta þjóðernis- legs sjálfstæðis, hafa sínar eigin stjórnarskrár og sína eigin löggjöf. í stjórnarstofnunum, atvinnustofnunum og dómstólum sambands- lýðveldanna, sjálfstjórnarlýðveldanna, þjóðasvæðanna, héraðanna, sýslanna og þorpanna, fjalla um opinber mál konur og karlar, sem fólkið kýs, sem þekkja líf, venjur og hugsunarhátt fólksins á hverj- um stað, og það er fjallað um þau á móðurmálinu, málinu sem fólkið skilur. Slíkt sannarlegt jafnrétti þjóðanna fyrirfinnst ekki í neinu borg- aralegu ríki. Það er auðskilið, því að það er ekki hægt að afnema þjóðakúgunina þar sem auðvaldsskipulag ríkir. Eins og kunnugt

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.