Réttur


Réttur - 01.08.1952, Síða 55

Réttur - 01.08.1952, Síða 55
RÉTTUR 247 varðandi landhelgismálið frá brezku stjórninni og hefur henni verið svarað. Vitneskja um orðsendingar þessar barst erlendis frá og er efni þeirra haldið leyndu. Hefur þetta vakið nokkurn ugg meðal manna. Fyrir skömmu hefur franska stjórnin einnig sent mótmælaorðsendingu, þar sem staðhæfingar Breta eru endurteknar. Samkvæmt Marshallsamningnum tóku aðildarríkin á sig þær skuldbindingar að efla hagsæld hvers annars með öllum tiltækum ráðum og að greiða á allan hátt fyrir verzlun og viðskiptum milli landanna. í 4. grein samningsins segir svo: „Samningsaðilar munu efla svo sem frekast er unnt með samvinnu sín á milli skipti á vörum og þjónustu .... og munu þeir hafa samvinnu um að draga úr viðskipta- og greiðsluhömlum sín á milli“. Bjarni Benediktsson lýsti yfir að í þessari samvinnu mundi ísland verða fremur veitandi en þiggjandi og tilgangurinn með þátttöku þess væri fyrst og fremst sá að tryggja öruggan markað fyrir fiskafurðir landsins. Nú er svo komið að stærsta viðskiptaland okkar í þessari samvinnu hefur rofið milliríkjasamninga, lýst viðskipta- stríði á hendur okkar og kaupir nú hvorki nýjan fisk né freðfisk af íslendingum. 1 nóvember s.l. voru % hlutar freðfisksframleiðslunnar óseldir og er nú þar komið að heita má að við getum hvergi selt þessa vöru, nema í þeim löndum, sem við höfum sjálfir lýst viðskiptastríði á hendur með þátttöku okkar í Márshallblökkinni. Sósíalistar höfðu raunar sagt þessa þróim fyrir, þegar í upphafi. En þó er hlutur Islands jafnvel enn verri en þeir gerðu ráð fyrir. Víðtækasta verkfall í sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Frá því í okt. 1947 til nóv. 1952 hafði kaup almennra daglaunamanna hækkað um 58,6%. Á sama tíma höfðu ýmsar helztu nauðsynjavörur hækkað í verði mn 62— 533%. Á þessu tímabili hafði útsvar verkamanns í Reykja-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.