Réttur


Réttur - 01.08.1952, Síða 62

Réttur - 01.08.1952, Síða 62
254 RÉTTUR þeir sækjast eftir, íslenzka menn í blóma lífsins til þess að fórna þeim á altari herguðsins. Síðan um áramót hafa kröftug mótmæli borizt hvaðan- æva gegn stofnun hersins. Tíminn komst svo að orði að mótmælunum „rigndi yfir“. Blöð stjórnarflokkanna hófu strax undanhald, af ótta við kosningarnar í vor, og reyndu að draga úr orðum foringja sinna. En töluð orð verða ekki aftur tekin. Það verður reynt að láta herinn liggja í þagn- argildi fram að kosningum. En eftir kosningar verður haf- izt handa um framkvæmdir, nema kjósendur komi í veg fyrir það með atkvæði sínu. Amerískur banki á Islandi. I desember lagði ríkisstjórnin nýstárlegt frumvarp fyrir Alþingi. Stofna skyldi banka er bæri nafnið Framkvæmda- banki Íslands á íslenzku, en Iceland Bank of Development á enska eða ameríska tungu. Hlutverk bankans skyldi vera með óvenjulegum hætti: Að vera ríkisstjórninni til aðstoðar í fjárfestingarmálum og hafa með höndum yfirstjórn fjár- festingar á Islandi, verzla með verðbréf, kaupa hlutabréf í fyrirtækjum, hjálpa fyrirtækjum til að komast á legg, hafa samvinnu við einkaaðila, sem ráðast í framkvæmdir og veita þeim stuðning, greiða fyrir nýjungum og annast rannsóknir í sambandi við fjárfestingu, og svo að veita lán til langs tíma og taka lán erlendis. Skal bankanum heimilt að taka erlend lán með ríkisábyrgð erlendis, án þess að samþykki Alþingis komi til, allt að 80 milljónum króna. Ríkið skal leggja bankanum til sem starfsfé Mótvirðis- sjóð allan og skuldabréf fyrir lánum úr honum. Sömuleiðis átti bankinn að fá til eignar hlutabréf ríkisins í Áburð- arverksmiðjunni, Eimskipafélagi Islands og Raftækjaverk- smiðjunni h.f. Ekki skyldi „bankinn" hafa á hendi nein afgreiðslustörf, né nein venjuleg bankastörf. Þau átti Landsbankinn að annast.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.