Réttur - 01.05.1953, Qupperneq 28
116
RETTUK
Eftir harðvítuga baráttu vann Dagsbrún og fjöldi ann-
arra verkalýðsfélaga sigur, og námu kjarabætumar allt að
3000 kr. á ári á hvem verkamann.
1 desember 1947 lét ríkisstjórnin samþýkkja sérstök
dýrtíðarlög og var þar með ákveðið, að ekki mætti greiða
hærri vísitölu á laun en 300 stig. Hin opinbera, falsaða
vísitala var þá 328 stig og var því 28 stigum beinlínis
rænt af launþegum, en það samsvaraði 8,5% kauplækkun.
Hin raunverulega, óniðurgreidda vísitala var hinsvegar
380 stig — og skömmu síðar var niðurgreiðslunum hætt að
verulegu leyti.
Með þessum sömu dýrtíðarlögum var söluskatturinn lög-
festur. Þessi skattur var lagður á undir því yfirskini, að
með honum ætti að greiða uppbætur á fiskverðið. Innan
tíðar var fiskuppbótunum hætt — en söluskatturinn er
enn við líði. Á árinu 1952 nam söluskatturinn 85,4 millj.
króna. Samtals hefur þjóðin greitt í söluskatt á tæpu fimm
og hálfu ári f járhæð er nemur 235 millj. króna. Það sam-
svarar því að hver fimm manna fjölskylda hafi greitt að
meðaltali rúmlega 11000 krónur á þessu tímabili auk allra
annarra skatta.
Hinn 3. júlí 1948 ákvað ríkisstjórnin, að Island skyldi
gerast aðili að Marshallsamningnum. Gerði rikisstjórnin
þennan samning algjörlega upp á sitt eindæmi — að utan-
ríkismálanefnd, að Alþingi og að þjóðinni fornspurðri.
Samningur þessi hefur haft hin þýðingarmestu áhrif á
efnahagsþróun Islendinga. Bandaríkin hétu Islandi svo-
kallaðri Marshall-„hjálp“, en settu eftirfarandi skilyrði:
I fyrsta lagi, að utanríkisverzlun Islendinga yrði ríg-
bundin við Bandaríkin og fylgiríki þeirra og ekki yrði
verzlað við sósíalistisku ríkin nema af skormun skammti
og innan þeirra takmarkana, sem Bandaríkin leyfðu.
1 öðru lagi skyldi lækka gengi íslenzku krónunnar eins
og Bandaríkin teldu hæfilegt. „Koma skal á og viðhalda
réttu gengi,“ eins og stendur í Marshall-samningnum.