Réttur


Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 22
22 R É T T U B Hann hljóp eftir veginum eins hratt og hann gat. Það rifjaðist upp fyrir honum hve hann hafði sárbænt um að fá að vera svolítið lengur í húsinu svo að Nellí þyrfti ekki að ganga svona. Jafnvel eftir að hann hafði útskýrt, hvernig ástatt væri fyrir Nellí, hafði hinn bara hrist höfuðið. Það var eina svarið sem hann fékk. Þá var gagnslaust að nauða lengur. Honum var vísað út og hann gat ekkert að því gert. Hann var viss um að hann átti eitthvað eftir inni fyrir uppskeruna þetta haust, jafnvel nokkra dollara, en hann vissi að það tjóaði heldur ekkert að jagast í því. Hann hafði svo farið heim kvöldið áður og honum var þá fullljóst, að þau yrðu að fara. Hann hrasaði, missti fótanna og hentist kylliflatur áfram á veginn. Þegar hann staulaðist á fæmr, sá hann ljós framundan. Það var aðeins dauf glæta gegnum gluggahlera, sem hafði verið harð- lokað. Hann hljóp að dyrunum og barði á þær með báðum hnef- um. „Hleypið mér inn!" æpti hann. „Opnið þið dyrnar!" Það heyrðust köll innifyrir og stólum var velt um koll. Hund- urinn hljóp fram undan húsinu og fór að glefsa í fætur Verns. Hann reyndi að sparka hundinum burm, en hundurinn var engu síður ákveðinn en hann og kom afmr ennþá æðisgengnari en fyrr. Loks tókst Vern að ýta hurðinni opinni, hespan hrökk í sundur. Nokkrir svertingjar voru í felum í herberginu. Hann sá á fæmr og höfuð undir rúminu og borðinu og bak við koffort. „Verið ekki hrædd við mig", sagði hann eins rólega og honum var unnt. „Eg kem til að biðja um hjálp. Konan mín er veik og liggur við veginn hér niðurfrá. Ég verð að koma henni einhvers- staðar inn í hús. Hún liggur á pörðinni.' Elzti maðurinn í herberginu, gráhærður svertingi um fimmtugt, skreið fram undan rúminu. „Ég skal hjálpa þér, herra," sagði hann. „Ég vissi ekki hvað gekk á, þegar þú komst svona hrópandi og kallandi. Það var þess- vegna sem ég opnaði ekki dyrnar til að hleypa þér inn." „Hafið þið kerru eða eitthvað þess háttar?" spurði Vern.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.