Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 11

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 11
R É T T U R 235 lega markaðinum.17) En það þýðir um leið atvinnuleysi þeirra, sem unnu við þennan iðnað. Ekki er mér kunnugt um neina opinbera rannsókn á áhrifunum á landbúnaðinn. Aðildarríki bandalagsins liafa heldur ekki enn kom- ið sér saman um reglurnar um landbúnaðarverzlun. Við vitum því ekki enn, að hve miklu leyti, eða hvort yfirleitt, þær munu víkja frá hinum almennu reglum um iðnaðarvörur. En það er andi Rómar- sáttmálans og tilgangur sterkustu landbúnaðarframleiðendanna í Efnahagsbandalaginu að koma á algjöru viðskiptafrelsi um land- búnaðarvörur. Við skulum ganga út frá því, og reikna eftirfarandi dæmi: Ein af síðustu smjörsendingum Dana til Englands kostaði í höfn í Englandi (cif.) pr. kg. 4.22 dkr. = 26.36 ísl. kr. (gengi 10. okt.). Gerum ráð fyrir að smjörið yrði flutt hingað, og yrði þá litlu hærra hér, segjum 28 ísl. kr. Segjum að uppskipunarkostnaður og heild- söluálagning nemi 25%, þá kaupir smásalinn kílóið á 35 kr. Hann leggi á 20% smásöluálagningu, þ. e. verðið til neytenda yrði 42 kr.18) Nú er smásöluverð á íslenzku smjöri 69 kr. kg. I. fl., en án niður- greiðslu væri það 104.35 kr. Skv. 92. grein Rómarsáttmálans er sér- hver ríkisstuðningur til neytenda, þ. e. niðurgreiðslur, bannaðar, nema jafnt komi á erlenda og innlenda vöru. Þetta myndi þýða, að hægt væri að bjóða hér fram danskt smjör á helmingi lægra verði en það íslenzka. Hvar ætla þá íslenzkir bænd- ur að selja smjör sitt? Eg hef engin dæmi tilbúin um aðrar búgreinar. En mér finnst mjög hæpið að álykta, ef borin eru saman nátlúruskilyrði til land- búnaðar á íslandi og á meginlandi Evrópu, að íslenzkar landbúnað- arafurðir séu samkeppnisfærar.19) Og ég held að bændur ættu ekki að leggja allt of mikið upp úr náttúrlegri vernd hinna löngu flutn- ingaleiða til íslands, því að geymslutækni hraðfleygir fram í þeim mæli sem offramleiðsla þrýstir á um nýja markaðsleit. Bændur ættu að athuga vel sinn gang áður en þeir fallast á aðild Islands að Efnahagsbandalaginu. Um fiskveiðar og fiskiðnað virðist gegna nokkuð öðru máli. Því er haldið fram, að þessar greinar myndu hagnast af bandalagsaðild. Það er rannsakað í III. kafla. Hver yrðu áhrif tollabandalagsins á utanríkisverzlun okkar?

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.