Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 15

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 15
R É T T U R 239 hans stað. Þá felast í hugtakinu íslenzkur iðnaður nokkur viðgerða- verkstæði og einhver útgáfustarfsemi, ef það verður ekki í höndum útlendinga. Ætli það yrði nokkuð atvinnuleysi á íslandi þá? Mér þykir þessi síðari kostur ósennilegri en sá fyrri. En þótt fjár- festingaráhugi útlenzkra á íslandi verði fyrir hendi, eru engu að síður næsta litlar líkur til annars en íslenzkur iðnaður sé að syngja sitt síðasta vers, að framtíð íslenzks iðnaðar verði í hæsta lagi fólg- in í nokkrum hlutabréfum í útibúum evrópskra auðhringa, staðsett- um hér norður á íslandi. Auðvitað geta útlendingar keypt hér jarðir og farið að stunda bú- skap, ef svo ólíklega skyldi fara, að einhverjar landbúnaðargreinar á íslandi stæðust samkeppni hinna erlendu afurða. Þessi möguleiki er ósennilegur, en þó rétt að benda á hann. í útgerð og fiskiðnaði geta útlendingar sezt að, ekki síður en í iðnaðinum, e. t. v. með sömu afleiðingum og þar, kannski myndu landarnir standa sig hér betur. (Sjá III. kafla.) En hvað yrði um landhelgina? Ekki eru nein ákvæði um hana í Rómarsáttmálanum, og engin reglugjörð komin um hana enn frá yfirvöldum Efnahags- handalagsins. En í umræðum innan bandalagsins um gagnkvæm rétt- indi til atvinnurekstrar hefur komið fram sú tillaga, að þau réttindi nái til fiskveiða innan fiskveiðitakmarka landanna fyrir árslok 1969.2B) Stórveldin sækja þetta mál fast, enda hafa þau engin heima- mið til að vernda og veiðar þeirra á nálægum miðum fara minnk- andi.2B) Eru nokkur líkindi til þess, að Noregur, Færeyjar og ísland, sem mesta hagsmuni hafa af stórri landhelgi, geti staðizt þrýsting stórveldanna í þessu máli, ef þau ganga í Efnahagsbandalagið? Eða finnst lesandanum íslenzka ríkisstjórnin líkleg til að standa fast á rétti íslendinga í þessu máli? Það er meira að segja ekki ómögulegt, að yfirvöld Efnahagsbandalagsins myndu ákveða þetta gegn vilja þessara landa (sjá næsta undirkafla). Hvað myndu fiskveiðar við ísland þá eiga sér langa framtíð, hvort sem þær yrðu reknar af íslenzkum mönnum eða útlendum? Eg visa þessari spurningu til fiskifróðra manna. B) Verka- — Gott og vel um þetta allt saman, — kynni einhver menn. að segja. — Aðalatriðið er, að við inngöngu íslands í Efnahagsbandalagið eru miklar líkur til þess, að hér rísi upp mörg fyrirtæki, þótt þau verði í útlendri eign, bæði í iðnaði og

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.