Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 35

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 35
HALLDÓRA B. BJÖRNSSON: Betri borgari Það kannast víst flestir í þessum bæ við hann Kláus Klá- usson forstjóra Rafvélaeinkasölunnar. Þetta er maður á miðjum aldri, sómi síns bæjarfélags, mesta ljúfmenni og vel látinn af öllum, maður sem hefur unnið sig uppí hæstlaun- uðu stöður hjá ríkinu, fremur fyrir heppilegar stjórnmála- skoðanir og eigin metnað, heldur en nokkra sérstaka mennt- un, og má þó heita að hann sé kominn af almúgafólki. Faðir hans hafði lengstaf verið í eyrarvinnu og til sjós. En að hann var nú allra síðustu árin orðinn innheimtumað- ur hjá bænum og gekk með skjalatösku og borðalagða húfu, það átti hann mest syni sínum að þakka, Kláusi Kláussyni forstjóra. Að vísu voru til svo illgjarnar tungur að þær létu sig hafa það að segja fullum fetum að Kláus forstjóri hefði komið föður sínum í þessa stöðu, til þess að geta látið það opinhera sjá fyrir lionum í ellinni, og nú var karlinn kominn á 18. grein fjárlaganna, svo honum var horgið. Annars má geta þess svona til fróðleiks að gamli Kláus var prestssonur. En það þykir engum mikið í munni lengur, enda var það aldrei neitt til að stæra sig af, því faðir hans, séra Jón í Ás- gerði missti hempuna á unga aldri fyrir drykkjuskap, en honum hélt hann áfram til dauðadags. Það var það eina sem honum varð uppifast. Kláus Kláusson forstjóri er einstaklega vel metinn maður í sínu bæjarfélagi, og má marka það af ýmsu. Engum veit-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.