Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 42

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 42
BJÖRN JÓNSSON: Til varnar lífskjörum og lýðræði Útvarpsrœða, jlatt við umræður um vantraust á ríkisstjórnina 25. október 1961. Nú eru nær þrjú ár liðin frá því er núverandi stjórnarflokkar tóku höndum saman um stjórn landsins og tvö ár frá valdatöku núverandi ríkisstjórnar. Þessum flokkum hefur því gefizt ærinn tími til þess að sanna, með verkum sínum, vilja sinn og getu sína til þess að ráða fram úr vandamálum íslenzks efnahagslífs með sín stóru fyrirheit um stöðvun verðbólgu og bætt lifskjör að leiðarljósi. Um það verð- ur ekki deilt að þeir hafa haft valdið, tímann og tækifærin. Spurn- ingin er sú ein, hvernig þeir hafa notað vald sitt og hver árangurinn hefur orðið. Þegar litið er yfir valdatímabil stjórnarflokkanna blasir við ein staðreynd öllum öðrum augljósari, sú að hver athöfn þeirra, sem nokkru verulegu máli hefur skipt hefur leitt af sér versnandi lífs- kjör, að sá reginmunur til hins verra, sem orðinn er á launakjörum, verðlagi og tekjuskiptingu, fyrir launastéttirnar, verður í einu og öllu rakinn beint til athafna og aðgerða stjórnarflokkanna. Önnur er sú, að þann dag í dag halda lífskjör almennings áfram að versna hröðum skrefum, að hver verkamaður, hver launamaður, finnur með hverjum degi, sem líður, hramm óðaverðhækkana leggjast æ þyngra á herðar sér, á afkomu sína, á vonir sínar um bærilegt líf. Fyrsta skref stjórnarflokkanna í efnahagsmálum voru hin svo- kölluðu niðurfærslulög í ársbyrjun 1959. Með þeim var allt kaup- gjald fært niður um 13.4% að krónutölu þvert ofan í gilda samn-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.