Réttur


Réttur - 01.03.1962, Síða 39

Réttur - 01.03.1962, Síða 39
MOHAMMAD SALIM: Byltingin í Irak þriggja ára Þrjú ár eru lið'in frá hinni lýðræðislegu þjóðbyltingu í Irak í júlí 1958. Þá sameinuðust frantfaraöfl landsins í barattunni gegn erlendum heimsvaldasinnum og liinu rotna lénsveldi innlendra leppa þeirra. Kon- unginum var steypt og liann drepinn og völdin féllu í hendur hinni inn- lendu borgarastétt. Fyrir byltinguna var hin innlenda borgarastétt valdalítil, hvort heldur var á sviði efnahags- eða stjórnmála, því að erlendu auð- hringarnir heftu þróun innlends iðnaðar, einkum þungaiðnaðar. Hún var því að mestu leyti verzlunarstétt. Verkalýðsstéttin óx örar og áhrif hennar urðu meiri með liverju ári innan þjóðfrelsishreyf- ingarinnar. Áður en Kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1934 var forysta jyjóðfrelsisbaráttunnar algerlega í höndum borgarastéttarinnar og sú hálfvelgja og stefnuleysi, sem er einkennandi fyrir þá stétt, sagði til sín í byltingarhreyfingunni. En eftir stofnun flokksins varð þessi hreyfing að fjöldahreyfingu. Verkalýðurinn og bændurnir létu meir og meir að sér kveða og hinni þjóðlegu borgarastétt óx áræði og þrek til athafna. Þjóðfrelsishreyfingin náði hámarki eftir síðari heimsstyrjöldina og hafði þá náð fótfestu innan hersins. Skilyrði voru Jiví sköpuð fyrir byltingunni. Vopnuð uppreisn hófst undir forystu hóps liðsforingja, sem studdir voru af borgarastéttinni. Al- þýðan fylkti sér til stuðnings uppreisninni og gagnbyltingaröflin voru gersigruð. Verkalýðurinn og bændurnir undir forystu Komm- únistaflokksins lögðu til meginaflið í byltingunni. Frumkvæði og snarræði herforingjanna í uppreisninni aflaði þeim lýðhylli, sem færði borgarastéttinni völdin í hendur. Þar með fékk hún aðstöðu til að treysta völd sín um allt land og skapa sér

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.