Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 8

Réttur - 01.09.1962, Page 8
200 R É T T U R Þetta eru þeir, sem reru á kænum, þegar vonin brást í dalnum grænum, niðjar bóndans gamla í gamia bænum, gestirnir, sem lögðu þessi torg. Þetta eru þeir, sem hurfu að sænum, — þreyttir menn, sem skópu heila borg. Sýnist þér, að svona slæmar flíkur sómi þessum hetjum Reykjavíkur? Hví er á þeim hungursvipur slíkur? Hvaðan barst í augun þessi sorg? — Hver og einn ég hélt að væri ríkur höfundur að svona stórri borg. Kaldir hjallar hrörna í ryki og fúa, — hér er það sem stritsins ættir búa. Byggt þær hafa í nýjum götum grúa góðra húsa, — en ekki handa sér. Haldnar skorti, gremju, gigt og lúa, guð sinn eiga þær að finna hér. Góðu húsin voru ætluð öðrum: æðri stétt, sem rændi lýðsins fjöðrum, — þessum hreyknu höggormum og nöðrum heims, sem Jesús Kristur barðist við. Starfsins þjóð er ýtt að yztu jöðrum eða í kjallarann — að skransins hlið.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.