Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 19

Réttur - 01.09.1962, Page 19
I! E T T U R 211 þægindi. Heíur rikisstjórninni þegar tekizt að minnka svo kaup- mátt launa og hækka svo vexti, að miklu íærri hefja nú íbúðar- byggingar en áður. En um leið eykur ríkisstjórnin með launalækk- unum gróða hurgeisastéttarinnar, — og eyðslu hennar! Þar sem sú stétt er stór, hrýzt gróði hennar allmikið fram í aukinni eyðslu. Hin fínu, nýju klúbbhús í Reykjavík sýna það bezt. Hinsvegar virðist sá gróði aðeins hjá einstaka aðilum hennar finna leiðina til nýrrar framleiðslu. Aðalvon sína setur ríkisstjórnin aflðsjáanlega á fjárfestingu erlendra auðfélaga. — Aðjerð burgeisastéttarinnar er bœði röng og ill, — og þýðir í rauninni aðeins að rýra lífs- kjör íslenzkrar alþýðu, — (með launalækkun og auknum vinnu- Jrræidómi, meðan það atvinnuleysi, sem stefnt er að, hefst ekki sökum mikillar síldveiði vestan og sunnan) — en setja allt sitt traust á erlent auðvald, er tortími um leið sjálfstæði þjóðarinnar. 4. Verðbólgan. — íslenzka auðvaldið og hagfræðingar þess haía látið svo sem verðbólgan væri vandamál, sem Jjeir væru á móti og væri of háu kaupi að kenna. Hið sanna er, að flestir íslenzkir at- vinnurekendur hafa hafl hag af verðbólgu, sökum þess að meginið af stofn- og veltufé þeirra flestra er fengið að láni hjá bönkum ríkisins. Þeir græða því á J)ví að skuldirnar rýrni að gildi en fast- eignirnar, sem Jieir liafa sett lánin í, hækki í verði. Islenzk burgeisa- stétt hefur ]>ví mestöll — til eru vissulega undantekningar — haft ])veröfuga hagsmuni við t. d. enska auðvaldið, sem sjálft á bank- ana, sjálft lánar ])ví út, vill því fá jafngóða peninga til baka og ])að lánaði, — og er því á móti gengislækkunum og verðbólgu. — Ofugt er það með íslenzku burgeisastéttina, — enda hafa aldrei verið örari gengislækkanir en síðan alræði bennar í efnabagsmál- um komst á 1959. — Stöðugt verðlag er vissulega mikið hagsmuna- mál launþega og |)jóðarheildarinnar, en það er síður en svo að þorri burgeisastéttarinnar hafi hagsmuni af því, til þess er þáttur brasksins of stór liður í gróðamyndun hennar og verðbólgugróð- inn er beinlínis undirstaðan að auði sumra „ríkustu“ atvinnurek- endanna. 5. Sérvandamál sjávarátvegarins. Hagfræðingar burgeisastéttar- innar gera mikið úr því, að sjávarúlvegurinn, og einkum iogaraút- gerðin, sé liálfgert vandræðabarn íslenzks ])jóðfélags. Og með lát- lausum áróðri hefur tekizt að koma þessum skoðunum inn hjá nokkrum liluta ])jóðarinnar. — En hvert er í rauninni vandamál sjávarútvegsins?

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.