Réttur


Réttur - 01.09.1962, Side 23

Réttur - 01.09.1962, Side 23
R E T T U R 215 reyna að vera með í því að gera ísland raunverulega sjálfstætt ríki og byggja atvinnulíf vort þannig upp að vér Islendingar réðum því sjálfir og einir. x—x—x Skulu nú nokkur úrræði vor athuguð nánar: 1. Hcildarstjórn ó þjóðarbúskapnum, samkvæmt heildaróætlunum til nokkurra óra i senn hvað fjórfcstingu snertir. Það er óhjákvœmilegt fyrir svona fámenna þjóð, sem vora, ef hún œtlar að halda sjálfstœði sínu, að ríkisstjórn hennar, hver sem hún er, beri umliyggju fyrir þjóðinni sem heild í efnahagsmálunum. Þjóðin verður að standa sameinuð um heildarhagsmuni sína út á við. 011 framleiðsla, útflutningur og innflutningur vor lslendinga er ekki meiri en hjá rneðal fyrirtæki erlendis. Þjóðarframleiðsla vor mun vera undir 10 milljörðum (10 þúsund milljónum) króna. Velta Unilever-hringsins, sem hefur aðsetur sitt í Hollandi, er 3721 millj- ónir dollara, eða 156 milljarðar íslenzkra króna. Velta Shell er 5344 milljónir dollara. I þeim frumskógi grimmra auðhringa, sem auðvaldsskipulagið er, verður þjóð eins og vor troðin undir, slitin í sundur og gleypt, ef hún ekki ver sig sjálf með góðri heildarstjórn á þjóðarbúskap sín- um og víggirðir sig gegn ásókn villidýra auðsins með öflugri og framsýnni yfirstjórn ríkisins á utanríkisverzluninni. Ríkisstjórn lslands verður að bera ábyrgð fyrir velferð þjóðar- innar, efnahagslegu öryggi hennar og sjálfstæði, — ella ofurselur hún þjóðina sundraða og varnarlausa þessum vörgum, hinum vold- ugu auðhringum, nágrönnum vorum. Með núverandi stjórnarstefnu er einmitt verið að leysa þjóðina upp í máttlitla einstaklinga og smáfyrirtæki, sem verða auðveld bráð erlendum auðhringum. Þetta er gerl undir yfirskyni „frelsisins41. En „frelsið“ í auðvaldsheiminum þýðir vald þess stóra og ríka til að fótumtroða eða gleypa þann smáa, — frelsi Unilever og Findus lnternational til að arðræna og eignast hraðfrystiiðnað íslendinga og drottna yfir fiskframleiðslu vorri. Einmitt heildarstjórn á þjóðarbúskapnum í þágu þjóðarheildar- innar er tryggingin fyrir frelsi íslendinga, — frelsi einstaklinganna hér heima, sem allir eru smáir á mælikvarða auðhringanna, — en eru sterkir samanlagt, ef við stöndum sem órofa heild.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.