Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 41

Réttur - 01.09.1962, Page 41
R E T T U K 233 heyrir kirkjunni, stórjarðeigendum og ríkinu. Hitt skiptist á milli 60.000 bændabýla. Flestir bændur eiga aðeins 4—5 hektara og þá oftast ekki einu sinni samliggjandi. Aveitur ná ekki einu sinni lil fimmta hluta landsins. Aburðarnotkun er bverfandi Jítil. En skuldir bændanna eru um 15 milljónir punda. En bændur berjast fyrir því að jarðeignum kirkju og stórjarðeigenda sé skipt upp á milli þeirra og sanngjarnt verð sett á landbúnaðarvörurnar. Kýpur er ríkt að málmum: kopar, járn asbest, krommálmur, gips o. fl. Ulflutningur málma er 57% alls úlflutningsins. Erlend auðfélög eiga námurnar og stórgræða á þeim. Mest er flutt út til Vestur-Þýzkalands. Aðalauðfélögin eru: Cyprus Mining Corpor- ation, amerískt auðfélag, sem ræður 65%i útflutningsins, — brezka auðfélagið Cyprus Asbestos Mines Ltd., — Cypriot Mining Comp- any, sem danskt og sænskt auðmagn ræður, — og Cypriot Cbromi- um Company, sem sænskt og Jiollenzkt auðmagn er í. Iðnaðurinn er mestmegnis smáiðnaður, útlent auðmagn er þar nokkuð, amerískt auðmagn í Coca-Cola og Pepsicola-verksmiðjum. Eina stóriðjufyrirtækið er sementsverksmiðja, sem danskt auðmagn ræður. Erlenda auðmagnið ógnar nú þegar verksmiðjuiðnaði eyjar- skeggja, t. d. eru ensku og amerísku tóbakshringarnir að ná tökum á tóbaksiðnaðinum, en sjö verksmiðjur Kýpurbúa liafa verið starf- andi í þeirri grein. Vestur-þýzkt auðmagn býðst nú til að byggja ýms iðnfyrirtæki, m. a. skipasmíðastöð og óttast menn að þar eigi að verða þurrkvíar fyrir ameríska flotann til viðgerða, því Kýpur á sjálft engan flota. Nýlenduherrarnir hafa hindrað þróun iðnaðar á eynni. Öll fram- leiðslan úr námunum er flutt út óunnin. Vinnuskilyrði eru slæm, laun lág, atvinnuleysi mikið. Verkamannasamband Kýpurbúa (PEO) telur 42000 verkamenn og beyr það harða baráttu gegn launakúguninni. Verkalýðurinn stendur og í broddi fylkingar í bar- áttunni fyrir þjóðfrelsinu og þróun þjóðlegs efnaliagslífs. Framfara-stefnuskrá. Fyrir meir en tveim árum birti AKEL — binn framfarasinnaði verkamannaflokkur Kýpur — stefnuskrá um efnabagslegar fram- farir landsins og sýndi fram á Jivernig vinna skyldi bug á Jiinum illa arfi Jjrezku nýlendukúgunarinnar. I stefnuskránni var gert ráð fyrir miklum áveitum til eflingar

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.