Réttur


Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 5

Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 5
R É T T U ft Í11 „Því sál lians var stolt af því eðli sem er í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt, sem fóstrar við hættur, — því það kennir þér, að þrjózkast við dauðann með trausti á þinn mátt, í voðanum skyldunni víkja ei úr, og vera í lífinu sjálfum þér trúr.“ Nú er sótt að manngildi og manndómi þjóðarinnar á tvo vegu: Annars vegar eru hin mannspillandi áhrif auðvaldsins og hugs- unarháttar þess, er miðar allt við peningagildi og reynir að gera sál og sannfæringu mannsins — og þá fyrst og fremst verkamannsins — að verzlunarvöru, eins og aðfarir auðvaldsins og þjóna þess í verklýðshreyfingunni eru beztur vottur um. Nú er skipulega grafið undan manndómi og manngildi lslendinga af yfirstétt landsins og erindrekum hennar, — kaldranalegar, harðvítugar og hættulegar en nokkru sinni fyrr í sögu hennar. Hins vegar er vegið að viti liennar og dómgreind með því látlausa ofstæki andkommúnismans, sem auðvaldshlöðin boða. Þetta glóru- lausa ofstæki minnir á hvortveggja í senn: ofstæki kaþólskunnar, er liún var verst og þurfti að hlinda fólkið, meðan hún var að sölsa jarðeignir hænda undir hina auðugu kirkju, og ofstæki lúterskunnar og galdrabrennur, er hún þurfti að lítillækka þjóðina og trylla, til þess að þjóna herrum sínum, kónginum og einokunarkaupmannin- um, meðan þeir voru að arðræna þjóðina og reyta af henni síðustu spjarir frelsisins. — Og sams konar tilgangi þjónar ofstæki and- konnnúnismans nú: að reyna að trylla þjóðina, svo hún uni vel vægðarlausu arðráni auðvaldsins og fleygi siðan fagnandi frelsi sínu og sjálfstæði í fang Efnahagsbandalagsins af ótta við þá drauga, er auðvaldsblöðin særa fram. Sjálf þróun auðvaldsþjóðfélagsins og markvís áróður auðvaldsins miðar nú öll að því að gera Islendinga að auðvaldsþjóð, — það er: þjóð, er meti allt til peninga. Og til þess svo verði þarf að smækka þjóðina, andlega og siðferðilega, — spilla smekk herinar. Og að þessu marki vinna voldugustu blöð landsins, — þau, sem auðmanna- stéttin á og ræður. Og „hugsjónin“, sem þessi blöð boða, er sú: að dásamlegast sé fyrir Islendinga að eiga allt sitt undir „vestrænni samvinuu", vera innlimaðir í Efnahagsbandalagið og lúta þar með þrælmennum þeim, sem ráða voldugustu auðhringum Vestur-Evrópu og ekkert sjá nema auð og gróða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.