Réttur


Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 13

Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 13
R É T T U R 285 stæða stéttardómi varar það við þeirri ógnun, sem slík misbeiting dómsvaldsins, sem hér hefur ótt sér stað, er við öll frjóls félagasam- tök í landinu og heifir ó alþjóð að standa vörð um grundvallarréttindi þeirra." Þegar þessi liarðorða og einarða samþykkt þingsins er höfð í huga er auðsætt hver hugur meirihluta þingsins var til hinnar ein- stæðu misbeitingar á dómsvaldinu. Þessi samþykkt sannar einnig, að sá naumi meirihluti, sem fékkst fyrir því að fella frávísunartil- löguna, er áður getur, hefur eingöngu byggst á nauðung, þeirri nauðung sem hótanir um valdbeitingu og klofning samtakanna skap- aði; að meðal allmargra þingfulltrúa var réttarvitundin ekki sam- ferða þeim kjarki, sem til þurfti til þess að verkalýðshreyfingin gerði kjörorðið: þol eigi órétt að sínu í verki. Sem vænta mátti, brugðust fulltrúar ríkisstjórnarinnar á Alþýðu- sambandsþingi hið versta við þeim gerðum þingheims, sem hér hefur stuttlega verið skýrt frá. Vildu sýnilega ekkert annað þola heldur en algera undirgefni við valdið, jafnvel langtum meiri en Félagsdómur- inn kvað á um. Höfðu þeir ýmist í hótunum eða reyndu að spilla störfum þingsins. Náðu ofbeldishótanirnar hámarki með yfirlýsingu er sex af foringjum stjórnarliðsins fluttu, þ. e. þeir Eggert Þorsteins- son, Oskar Hallgrímsson, Pétur Sigurðsson, Guðjón Sigurðsson, Jón Sigurðsson og Pétur Guðfinnsson. I yfirlýsingu þeirra segir m. a. að „sá ,,meirihluti“, sem hér hefur myndast er því til orðinn í krafti athafna, sem ekki eiga neina stoð í lögum ASI, né þeim venjum, sem skapast hafa við afgreiðslu kjörbréfa á þingum sam- bandsins.------lýsum við því yfir, að við teljum þessar og síðari gjörðir Jíessa þings, J>ar á meðal vœntanlegt stjórnarkjör, ólögleg- ar. ■—- -—- Glöggt er af þessari dæmalausu yfirlýsingu, að þeir sexmenning- arnir, eru að reyna að halda opnum leiðum til þess að dómsvaldinu verði enn á ný misbeitt gegn verkalýðssamtökunum, ■— vafalaust í samráði við yfirboðara sína í ríkisstjórninni. Kannski er sú fyrir- ætlun hugleidd í fullri alvöru að láta Félagsdóm dæma löglega kjörna stjórn ASl frá völdum? En svo mikið er víst að afturhaldið mun leita allra leiða til þess að gera verkalýðssamtökunum og lög- legri forustu þeirra sem erfiðast fyrir og beita til þess hverjum þeim baráttuaðferðum, sem vald þess og kraftur leyfa. Og víst er að ekki verður vandað til meðala, allra sízt ef svo illa færi að kosningarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.