Réttur


Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 34

Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 34
306 R É T T U R skipuleggja gagnbyltingarsamtök innanlands, og um skeið leið varla svo dagur að ekki væri kveikt í húsi eða verksmiðju, ráðizt á bíla og járnbrautir eða fólk skotið á næturþeli. Viðbrögð Kúbustjórnar urðu þau að vopna þjóðina alla; það má heita að hver vopnfær maður sé skráður í þjóðvarnarliðið, ýmist til varðgæzlu eða til landvarna. Hvarvetna þar sem ég kom á Kúbu sá ég fólk standa á verði við íbúðarhús sín, verzlanir, verk- smiðjur og samyrkjubú, karla og konur, dag og nótt. Starfsfólkið skiptist á um að gæta fyrirtækja sinna, og það skiptir einnig með sér verkum til varðgæzlu í bæjarhverfunum. Með þessu móti .hefur tekizt að kveða skemmdarverkin niður; þær fimm vikur sem cg dvaldist á Kúbu í haust var ekki eitt einasta skemmdarverk framið en þrír varðgæzlumenn skotnir á næturþeli, einn hjá herstöð Bandaríkjanna við Gutantanamo-flóa. I staðinn hafa gagnbylt- ingarmenn gripið til þess að sigla að nóttu íil upp að landsteinum og skjóta á livað sem fyrir kann að verða eða ráðast á óvopnuð farskip á hafinu, og geta menn gert sér í hugarlund hverjar vin- sældir þeir muni hljóta af þvílíkri iðju. Begar í ljós kom að skærubarátla og skipulögð skemmdarverk gátu ekki borið árangur á Kúbu var gripið til nýrrar hernaðar- tækni. 17. apríl 1961 réðst innrásarher málaliða á Kúbu. 1 hern- um voru 1500 þrautþjálfaðir menn, og fróðir menn segja að aldrei fyrr hafi nokkurt lið verið jafn vel vopnum búið. Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að leyniþjónusta iiennar hafi lagt á ráðin um innrásina og stjórnað henni. Ætlunin var sú að hertaka blett á suðurströnd Kúbu, umlukinn fenjum, og halda honum, setja þar síðan á laggirnar gagnbyltingarstjórn, safna að sér her og her- gögnunr og leggja landið undir sig; einnig gerðu Bandaríkin sér vonir um uppreisnir á Kúbu sjálfri. Kúbustjórn var illa undir slíka hernaðarinnrás búin, til að mynda átti hún innan við iíu orustu- flugvélar frá heimsstyrjöldinni síðari og 9 þjálfaða orustuflug- menn. Engu að síður mistókst innrásin gersamlega, herinn náði ekki þeim bletti sem hann hafði ætlað að leggja undir sig og hvergi í landinu var gerð minnsta tilraun til uppreisnar. A 72 klukku- stundum tókst að afvopna innrásarherinn. Þessi árás, sem átti að ríða Kúbustjórn að fullu, varð í staðinn einhver sneypulegasta hrakför sem Bandaríkin hafa farið á alþjóðavettvangi. Síðan hafa gagnbyltingarmenn komizt að þeirri niðurstöðu að innrásin hafi verið allt of lítil í sniðum, nú sé ljóst að ekki dugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.