Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 35

Réttur - 01.01.1964, Page 35
R É T T U R 35 fyrstur manna og endurtekið var á 20. þingi Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, að Bretland er eitt þeirra auðvaldsríkja, þar sem hægt er aö koma á umskiptunum frá kapítalisma til sósíalisma á frið- samlegan hátt í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og fyrir tilverknað þingsins. Kosningakerfi okkar grundvallast á einmenningskjördæmum, og nær frambjóðandi sá, sem flest atkvæði hlýtur, kosningu, þótt sam- eiginlegt atkvæðamagn andstæðinganna sé meira. Ekki er um hlut- fallskosningar aS ræða af neinu tagi. Þetta kerfi gerir smáflokk- um svo til ókleift að ná þingfulltrúum, ekki sízt þar sem kjósend- ur hugsa fyrst og fremst um það í almennum kosningum, hvaða ríkisstjórn þeir vilji fá en miklu minna um persónulega verðleika frambjóðendanna, og því hika þeir við að „eyða“ atkvæði sínu á óháðan frambjóðanda eða á frambjóðanda flokks, sem ekki get- ur gert sér neinar vonir um að komast í ríkisstjórn. Forusta hægrimanna er að sjálfsögðu íhaldsstjórnin og íhalds- flokkurinn, sem hefur aS bakhjarli öfl auðvalds og verzlunar og nýtur stuðnings þeirra, sem lifa af leigutekjum, vaxtagreiðslum og gróða. Nokkur síðustu árin hafa Frjálslyndir orðið Ihaldsmönn- um alvarlegir keppinautar í ýmsum aukakosningum. Frjálslynd- ir segjast sjálfir vera „róttækir“ og þykjast vera vinstra megin við Verkamannaflokkinn. En sú er ekki skoðun kjósenda: Frjáls- lyndir frambjóðendur taka um það bil fjögur atkvæði af íhalds- mönnum á móti hverju einu, sem þeir taka frá Verkamannaflokkn- um. ÞaS er heitasta ósk VerkamannaflokksframbjóSanda í kjör- dæmi, þar sem litlu munar, að forsjónin færi honum Frjálslyndan frambjóðanda. Því þá klýfur hann borgaraatkvæðin, sem íhalds- fiokkurinn ætlaði sér, en hefur tiltölulega lítil áhrif á atkvæði verkafólks og vinstrimanna, sem aðhyllast Verkamannaflokkinn. íhaldsmenn halda því fram, að fylgi Frjálslyndra sé aðeins stundarfyrirbæri; þar komi í aukakosningum fram óánægja meS ríkisstjórnina frá fólki, sem aftur muni hallast að íhaldsflokkn- um í almennum þingkosningum í stað þess að „eyða“ atkvæðum sínum. Sannleikurinn er sá, að Frjálslyndir skírskota á fersk- ari og meira sannfærandi hátt en thaldsmenn til þeirra millistéttar- manna og faglærðra verkamanna, sem vilja vera framfarasinnaðir í þjóðfélagi hins frjálsa framtaks en óttast almenningseign. Þessir milliaðilar eiga það enn ólært, að á öld einokunarauðvaldsins er þetta líkt og að vilja vera sundkóngur án þess að bleyta sig.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.