Réttur


Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 3

Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 3
RÉTTUR 67 smálestum alumínmálms. Hringurinn ætlar að setja 6000 milljóna króna fjármagn í alumínverið eitt, meira fjármagti en nú er í öllum sjávarútvegi og iðnaði Islands. Og Islend- ingar eiga að taka að láni 5000 milljónir kr. erlendis með háum vöxtum, einungis til þess að framleiða raforku lianda hringnum. ísland væli þar með bundið á klafa þessa hrings, beztu auðlindir vorar og lánstraust vort allt hagnýtt í þágu hans. Efnahagslegir hagsmunir væru engir í samanburði við áhættuna, en ægilegt tjón gæti af orðið efnahagslega, en öruggt tjón á þjóðfrelsi voru. Innlendum iðnaði og hags- munum yrði þokað til hliðar, svo sent þegar er ljóst orðið. Slíkur hringur yrði voldugasta stiórrmálaafl á íslandi, hann royndi ná tökum á blöðum, flokkum og ríkisstjórnum í krafti auðs síns til þess að tryggja auð sinn og völd. Einokun þessa auðhrings á íslandi er ægilegasta hætta, sem yfir íslandi vofir. Og kæmist hann inn, myndu fleiri auðhringir á eftir fara. Fiskvinnsluhringir sem Findus- hefðu vafalaust ekki rainni áhuga á íslenzkum fiskimiðum en alumínhringuriim á íslenzku fossaafli. Og til þess að fá þennan arðræningja inn í landið, skal enn umturna landslTyggðinni svo að cyðing dreifliýl.isHis gangi hálfu hraðar en fyrr og nýr „Keflavíkurvöllur“ er- lends valds rísi á Suðurnesjum. Næstu vikur og mánuði mun það ráðast hvort landspröng- urum úr íhaldi og Framsókn tekst að vinna það óhappavei;k að skapa erlendum auðhring sérréttindaaðstöðu á Islandi svipaða þeirri sem aðalsmenn og einokunarkaupmenu Dana höfðu áður fyrr. Bandaríski Alþjóðabankinn í Washington liefur nú það hlutverk á höndum sem kóngurinn í Kaupmannahöfn hafði fyrrum: að úthluta auðlindum íslands til arðráps handa gæðingum sínum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.