Réttur


Réttur - 01.05.1965, Page 3

Réttur - 01.05.1965, Page 3
RÉTTUR 67 smálestum alumínmálms. Hringurinn ætlar að setja 6000 milljóna króna fjármagn í alumínverið eitt, meira fjármagti en nú er í öllum sjávarútvegi og iðnaði Islands. Og Islend- ingar eiga að taka að láni 5000 milljónir kr. erlendis með háum vöxtum, einungis til þess að framleiða raforku lianda hringnum. ísland væli þar með bundið á klafa þessa hrings, beztu auðlindir vorar og lánstraust vort allt hagnýtt í þágu hans. Efnahagslegir hagsmunir væru engir í samanburði við áhættuna, en ægilegt tjón gæti af orðið efnahagslega, en öruggt tjón á þjóðfrelsi voru. Innlendum iðnaði og hags- munum yrði þokað til hliðar, svo sent þegar er ljóst orðið. Slíkur hringur yrði voldugasta stiórrmálaafl á íslandi, hann royndi ná tökum á blöðum, flokkum og ríkisstjórnum í krafti auðs síns til þess að tryggja auð sinn og völd. Einokun þessa auðhrings á íslandi er ægilegasta hætta, sem yfir íslandi vofir. Og kæmist hann inn, myndu fleiri auðhringir á eftir fara. Fiskvinnsluhringir sem Findus- hefðu vafalaust ekki rainni áhuga á íslenzkum fiskimiðum en alumínhringuriim á íslenzku fossaafli. Og til þess að fá þennan arðræningja inn í landið, skal enn umturna landslTyggðinni svo að cyðing dreifliýl.isHis gangi hálfu hraðar en fyrr og nýr „Keflavíkurvöllur“ er- lends valds rísi á Suðurnesjum. Næstu vikur og mánuði mun það ráðast hvort landspröng- urum úr íhaldi og Framsókn tekst að vinna það óhappavei;k að skapa erlendum auðhring sérréttindaaðstöðu á Islandi svipaða þeirri sem aðalsmenn og einokunarkaupmenu Dana höfðu áður fyrr. Bandaríski Alþjóðabankinn í Washington liefur nú það hlutverk á höndum sem kóngurinn í Kaupmannahöfn hafði fyrrum: að úthluta auðlindum íslands til arðráps handa gæðingum sínum,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.