Réttur


Réttur - 01.11.1965, Side 78

Réttur - 01.11.1965, Side 78
286 RETTUR hátt um þau fyrirbæri er hér um ræðir. Firringarhugtakið — die Entfremdung — tók hann reyndar í arf frá Hegel sem notaði það til að tákna allt hið hlutlæga í heimi mannsins, andstætt huglægni hans og frjálsu sköpunarstarfi. Maðurinn framleiðir með vinnu sinni dauða hluti sem hann leggur í vilja sinn, krafta og sköpunar- þrá. Þar með öðlast þessir lifandi, mannlegu eiginleikar tilveru dauðra hluta, líkt og þeirra er finna má í náttúrunni. Hegel gerði þannig ekki skilsmun á ytringu (exteriorisation) eða hluttekju (objectiv.isation) mannlegrar starfsemi annars vegar og firringu hennar hins vegar. Hann leit svo á að öll vinna mannsins leiddi til firringar að svo miklu leyti sem hún tæki á sig form áþreifanlegra, framandi hluta. Hann sá ekki eins og Marx síðar, að vinnan verður manninum ekki framandi nema vissar þjóðfélagsafstæður komi til: einkaeign á framleiðslutækjunum, samfara vöruframleiðslu og grein- ingu milli notagildis og skiptigildis vörunnar. Því má segja að íirringin hafi verið frumspekilegt vandamál í augum Hegels: hann leitaði lausnar á henni í heimi ideunnar eða hugmyndarinnar, á sama hátt og hann þóttist þar finna orsök hennar. Eftirkomandi hans og samlandi, Feuerbach, þokaði hugtakinu nær jörðu með skilgreiningu sinni á trúarbrögðunum, og þá fyrst og fremst kristindóminum. Hann vildi sýna fram á að guðshugmyndin væri sköpunarverk mannanna, en ekki öfugt. Mennirnir gæddu guði sína eiginleikum og kostum sem byggju með þeim sjálfum, og með guðsdýrkun sinni lytu þeir andlegu valdi sem þeir hefðu afsalað sér. I þessu væri firring þeirra aðallega fólgin. Hún ætti upptök sín í manninum sjálfum og því ætti mannkynið að stefna að því að endurheimta hina firrtu eiginleika sína með því að segja skilið við guðshugmyndina og lifa í samræmi við upprunalegt eðli sitt. Þó að Marx hagnýtti sér skilgreiningar fyrirrennara sinna, Hegels og Feuerbachs, á fremdarhugtakinu, lét hann sér ekki nægja að útfæra þær og auka v.ið þær. Hann gæddi þær félagslegu og sögu- legu inntaki sem þær hafði skort hjá hinum þýzku hugsuðum. Með könnun sinni á þjóðfélagsveruleikanum komst hann að raun um að hin húmaníska krafa um frelsi mannsins og óhindraða blómstrun allra hæfileika hans — krafa sem hann hafði ungur gert að sinni — væri tómt mál á meðan vinnan, frum-lífstjáning hvers einstaklings og uppspretta allra verðmæta, væri honum framandi ok. Segja má að þessi niðurstaða hafi orðið Marx hvöt til að hefja gagnrýni á þjóðfélagsafstæðum kapitalismans og kenningum hinnar klassísku hagfræði. Hann gerði sér ljóst að kapitalisminn hefði gerbreytt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.