Réttur


Réttur - 01.11.1965, Síða 97

Réttur - 01.11.1965, Síða 97
RETTUR 305 tímunum saman án þess að verða var, þótt faðir minn stæði í bandóðum fiski. Svo hugkvæmdist mér það, að biðja almættið, svo lítið bæri á, um aðstoð og krækja fiski á öngulinn hjá mér. Þetta gafst vonum betur. Ég fór að slíta upp kind og kind. Ekki gleymdi ég að þakka guði fyrir hjálpina. í fyrstunni þakkaði ég honum strax þegar ég varð var, en svo hvekktist ég á því og beið með þakkirnar unz ég hafði innbyrt fiskinn. Guð hafði það nefnilega til að glettast við mig og taka fiskinn af önglinum aftur, annað hvort rétt strax eða það sem mér þótti enn verra, rétt undir borði, og þá varð ég að byrja á bænargerðinni að nýju. En þetta voru aðeins smá byrj- unarörðugleikar. Eftir að allt var komið í fastar skorður, bað ég um fiskinn á meðan ég tók grunnmálið og þakkaði fyrir hann ineðan ég var að blóðga hann. Hitt skal ég þó játa, að ég þakkaði ekki fyrir smásíli. Ég held, að fiskurinn hafi meira að segja orð- ið að vera þrískær til þess að mér fyndist taka því að þakka fyrir Iiann. Ungum hafði mér verið kennt að ekki mætti freista Drottins. F.n það var kallað að freista drottins bæði maður um eitthvað, er væri stærra í sniðum en svo, að nokkur skynsamleg rök mæltu með því að Guð myndi heyra bænina. í þá daga ætluðust menn ekki til þess af guði sínum, að hann gerði kraftaverk. Tími hinna gömlu kraftaverka var löngu liðinn og tími hinna nýju kraftaverka enn ekki runninn upp. Eigi að síður féll ég í þá freistni að freista Drottins. Það mun hafa verið haustið 1920. Við feðgar vorum á skaki fram á firði. Fiskur var tregur og það svo, að faðir minn sleit að- eins upp kind og kind, en ég varð ekki var, hvernig sem ég bað. Ég man þetta allt, eins og það hefði skeð í gær, og ég man, að það var skafheiður himinn og stillilogn. Það kom oft fyrir að faðir minn dró lúður í þessum veiðiferð- um okkar. Einkum var það í svona veðri og þegar lítið var um fisk, að lúðan gaf sig að. Nú hafði hann að vísu ekki dregið neina lúðu í þetta sinn. En hvernig sem á því stóð, þá skipti ég allt í einu um bænarefni, þar sem ég stóð við færið, og bað guð að gefa mér lúðu. Ef til vill hefur einhver hégómagirnd verið að verki innan í mér og mig hafi langað til þess að verða einu sinni dálítið stór karl. En hvað sem um það er, þá bað ég um lúðu í stað þess að hiðja um þorsk,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.