Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 39

Réttur - 01.01.1966, Page 39
RÉTTUR 39 íslenzkt atv.innulíf fj ölbreyttara, taka upp nýjar atvinnugreinar og efla útflutningsiðnaðinn, en á því sviði gætum við án efa fundið íjölmörg verkefni sem við réðum við af eigin rammleik án þess að hlíta forsjá erlendra auðfélaga. Eg minnist til að mynda athyglis- verðrar greinar sem Asgeir Þorsteinsson verkfræðingur birti í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári um hugsanlega efnaiðnaðarfram- leiðslu sem Islendingar réðu við. En rannsóknir á þeim sviðum hafa verið vanræktar með öllu vegna þess að stjórnarvöldin hafa einblínt á erlenda aðila sem ættu að leysa verkefnin í okkar stað. Þegar farið er að treysta á erlenda forsjá um hin veigamestu atriði dregur þrótt og þor úr landsmönnum; þess sjást þegar merki hvernig þessi af- staða smitar út frá sér; nú þykir helzt ekki gerlegt að ráðast í nokkra framkvæmd nema með erlendri þátttöku — allt niður í bjór- bruggun. Hin fyrirhugaða alúmínbræðsla er risafyrirtæki á okkar mælikvarða; ekki verða fundin dæmi um jafn umfangsmikla erlenda fjárfestingu frá nokkru fullvalda ríki í víðri veröld, til samanburðar þarf að leita uppi nýlendur og hálfnýlendur. En í kjölfarið munu koma erlend ítök á flestum sviðum þar sem ábatavon er að finna; komist þessi stefna í framkvæmd mun íslenzkum atvinnurekendum fljótlega finnast þröngt fyrir dyrum — enda hlýtur ríkisstjórninni að vera fullkunnugt um hina víðtæku andstöðu við málið meðal atvinnurekenda í sjávarútvegi og fiskiðnaði, þeim atvinnurekstri sem nú er undirstaða efnahagskerfisins. Ég minntist á það í upphafí að ég teldi það mjög óeðlilegt að málið kæmi til kasta alþingis á þann hátt sem ríkisstjórnin hefur fyrirhugað, sem fullfrógenginn og undirritaður samningur við sviss- neska alúmínhringinn. Fyrst ber að leggja sjálft vandamálið fyrir alþingi Islendinga sem meginstefnu, sem grundvallarbreytingu frá þeirri afstöðu sem verið hefur í gildi allt til þessa, og ræða það mól gaumgæfilega með þjóðleg og efnahagsleg sjónarmið í fyrirrúmi. Komist alþingi að þeirri niðurstöðu að breyta beri þeirri grund- vallarstefnu sem nú er í gildi og gefa erlendu fjármagni rétt til at- vinnurekstrar á íslandi, þá og þó fyrst er tímabært að leggja fyrir alþingi þá framkvæmd slíkrar stefnubreytingar sem felst í samning- unum við svissneska hringinn. Ég vil mjög eindregið skora á ríkis- stjórnina að hafa þennan hátt á.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.