Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 69

Réttur - 01.01.1966, Side 69
R É T T U R 69 leið og ég setti fram mitt persónulega mat á reynslunni af klofningi alþjóðlegu verklýðshreyfingarinnar, að nú væru skapaðar forsendur fyrir sigri sósíalismans í Evrópu með friðsamlegu móti og fyrir sameinuðum flokki sósíalista. En 'þá rétt á eftir skall á kalda stríðið og allt það andlega styrjaldarástand, er því fylgdi. Er þeirri orrahríð slotaði nokkuð 1955, reyndi Sósíalistaflokkurinn strax að koma á samstarfi við Alþýðuflokkinn og lagði til á flokksþingi sínu 1955 að „koma á kosningabandalagi Sósíalistaflokksins, Alþýðuflokksins og Þjóðvarnarflokksins, þannig að þeir bjóði fram sem einn kosn- ingafIokkur.“ Alþýðuflokkurinn kaus þá heldur að bjóða fram raun- verulega sem einn kosningaflokkur með Framsókn, en Sósíalista- flokkurinn myndaði Alþýðubandalagið með þeim Alþýðuflokks- mönnum, sem reknir voru úr Alþýðuflokknum fyrir að vilja sam- starf við Sósíalistaflokkinn. Eftir 1958 lenti svo Alþýðuflokkurinn raunverulega í því að bjóða fram í verklýðsfélögunum sem einn kosningaflokkur með íhaldinu. Eftir 1963 er þetta ástand hinsvegar allt að gerbreytast. Samtímis því sem kalda stríðinu linnir erlendis, hefur hættan á borgaralegu tvíflo'kkakerfi á íslandi, sem Framsókn tók auðsjáanlega að stefna «ð eftir kosningarnar 1963, vakið marga menn í verklýðsflokkun- um til umhugsunar um nauðsyn pólitísks samstarfs og einingar í verklýðshreyfingunni. Samtímis hefur og hjaðningavígum í verk- a framkvænnt hins sósíalistiska lýðræðis eftir leiðum Jjingræð'is eða öðrum l't'im löglegtim leiðum, sem við eiga í hverju landi, sem lýðréttindi veitir, í 1 rausti þess, að sakir valds og áhrifa sósíalisinans og lýðfrelsishreyfingarinnar 1 heiminum, fái hann óáreittur að framkvæma stefnu sína strax og hann hefur unnið meirihluta þjóðarinnar til fylgis við hana. (Hér kom neðanmáls: En þótt slíkur saineiningarflokkur sósíalista sé mjög æskilegur, þá er framkvæmd sosíalismans einnig htigsanleg af fleiri flokkum, er liefðu nána samvinnu um haráttuna fyrir algerum sigri lýðræðisins á hverju sviði þjóðlífsins af öðru, • ■ d. þjóðnýtingu hankanna í þetta sinn, námanna í annað sinn o. s. frv). En auðvitað mega lýðræðissinnar heims þrátt fyrir Jiessa gífurlega auknti mögu- leika friðsamlegrar þróunar, ekki sofna á verðinum gagnvart þeim afturhalds- öflum, sem enn dreymir urn að leiða yfir mannkynið alræði peningavaldsins, kreppur og nýjar styrjaldir. En |iað verður liinsvegar vart hægt nú, eins og gert var fyrir stríð, af einum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að nota það sem rök gegn framkvæmd sósíalismans á Islandi, að við yrðum að haga innanlands- stefnu vorri í samræmi við vilja ensku og þýzku ríkisstjórnanna, en ekki í samræmi við ákvarðanir íslenzku Jjjóðarinnar sjálfrar. Svona raunhæft var litið á þjóðfrelsi og lýðræði íslendinga þá af einuni af hinum hetri fulltrúum ís- lenzkrar horgarastéttar!44

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.