Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 74

Réttur - 01.01.1966, Side 74
74 RETTUR inn og Alþýðubandalagið berjast eindregið og h.iklaust gegn innrás erlends auðhringavalds í íslenzkt atvinnulíf, en Alþýðuflokkurinn stendur með sérieyfinu til svissneska hringsins. En með því sérleyfi er verið að gerbreyta íslenzkri efnahagsstefnu þessarar aldar, eigi aðeins alþýðunnar, heldur og þeirri, er þjóðlegir borgarar fylgdu t. d. í fossamálinu 1919—23, sbr. afstöðu Jóns Þorlákssonar, Bjarna frá Vogi og Guðmundar Björnssonar landlæknis. (Sbr. „Rétt“ 1948, bls. 133—142.) Þrátt fyrir mótsetningarnar milli verklýðsflokkanna í hagsmuna- málunum, — ekki sízt í sambandi við efnahagspóLitík núverandi rík- isstjórnar, — þá nálægir hitt þó flokkana að launþegar beggja heyja hvað eftir annað stéttabaráttuna hlið við hlið og sífelit verður frið- samlegra milli þeirra í verklýðssamtökunum. En í þjóðfrelsismálun- um eru mótsetningarnar hinsvegar djúpstæðastar og erfiðast verður fyr.ir verkalýðinn í heild að verða þar sammála um hverjar ályktanir skuli draga af reynslu hálfrar aldar. Það myndi þó gerbreyta afstöð- unni í þessum málum, ef svo færi að áframhaldandi upplausn Atlants- hafsbandalagsins leiddi til þess að Norðurlöndin þrjú gengju úr því og Island nálgaðist á einn eða annan máta hin Norðurlöndin enn meira. En einmitt um nána samvinnu við Norðurlönd hafa verk- lýðsflokkarnir lengst af verið sammála, svo sem um Norðurlanda- ráð, þegar borgaraflokkarnir voru báðir skiptir. Sömuleiðis myndi það og draga mikið úr ágreiningnum, ef annaðhvort tækist að hindra innrás alúmínhringsins eða ef ógæfunni yrði ekki afstýrt, að sam- eiginleg barátta tækist gegn öllum áhrifum auðhringsins eða afskipl- um af íslenzkum innanlandsmálum, er alþýða sæi hver háski væri skeður. En það verður íslenzk verklýðs- og starfsmannastétt að muna að það er hennar helga hlutverk, — sem vinnandi stétt, meirihluti þjóðar vorrar, — að standa við lilið beztu og framsýnustu mennta- manna þjóðarinnar í broddi fylkingar í frelsisbaráttu þessarar þjóð- ar, um hvað og hvernig sem hún er háð á hverjum tíma. Hún má aldrei selja frumburðarrétt sinn til forystu þjóðarinnar fyr.ir bauna- disk, hvort sem á honum eru veraldleg efni eða áróður einn og véla- brögð. V. Aflgjafinn í rismesta skóldskaparfímabilinu. Til þess að heyja almenna hagsmunabaráttu tiltölulega velstæðra starfandi stétta þarf máske ekki mikla skírskotun með þeim magn- þrungnu, háfleygu tækjum, sem skáldskapur og önnur list er, en til

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.