Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 85

Réttur - 01.01.1966, Page 85
II E T T U R 85 Gífurlegastur er gróðinn hjá þeim auðfélögum, sem ræna hráefna- lindir þróunarlanda og nýlendna. Þar skara olíuhringarnir fram úr, þeir, sem arðræna einkum olíulindir nálægari Austurlanda. Eru það fyrst og fremst „risarnir sjö“, það er: fimm bandarísk olíufélög, Shell-félagið og British Petroleum. Hreinn gróði þessara sjö auð- jötna var 1964 3,5 milljarðar dollara eða 150 milljarðar ísl. króna. Gróði bandarískra auðfélaga sfórvex vegna stríðsins í Vietnam. Auðhringir Bandaríkjanna hata frið, því stríð gefur þeim gífur- iegan gróða. Þessvegna hefja þeir hina níðingslegu árás á fátæka og fámenna þjóð Vietnam — og græða á hverri sprengju, sem þeir láta leigumorðingja sína henda á konur og börn. Auðvald og árásar- strið er órjúfanlega tengt. Verstu villimenn heims drottna í New York og Washington — og meðan manndráp er höfuðgróðalind þeirra fær mannkynið ekki frið. Yfirlitið yfir gróða verzlunar- og iðnfyr.irtækja í Bandaríkjunum frá 1960 til 1964 og 1965 lítur þannig út: (Allt í milljörðum doll- ara): Árið: Gróði áður en Gróði að Þar af Þar af skattar dragast greiddum útborgaður geymdur frá: sköttum: arður: arður: 1960 49,7 26,7 13,4 13,2 1961 50,3 27,2 13,8 13,5 1962 55,4 31,2 15,2 16,0 1963 58,6 32,6 15,8 16,8 1964 64,8 37,2 17,2 19,9 1965 73,5 44,2 18,0 26,2 Á árinu 1965 er reiknað út frá fyrra missirinu. Það kemur í ljós að geymdi gróðinn, sem er hjá stærstu auðfélögunum, hefur allt að því tvöfaldast frá 1960 (úr 13,2 milljörðum upp í 26,2). Það er hið svívirðilega árásarstríð í Vietnam, sem margfaldar gróða auð- hringanna. Og um leið tilkynnir Bandaríkjaforseti að ríkið verði að draga úr „stríðinu við fátæktina“ í Bandaríkjunum. Það er svo dýrt fyrir ríkið að drepa fátæklingana í Vietnam, að það verður að láta fátæktina í Bandaríkjunum vaxa í friði! Bara ef gróði „kaupmanna dauðans“ fær að vaxa, þá er allt í lagi frá sjónarmiði Bandaríkjastjórnar. Þetta heitir „lýðræði“ og „mannúð“!!

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.