Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 92

Réttur - 01.01.1966, Page 92
92 RÉTTUR Sveins Skorra er því enn sem komiíT er eina bókin þar sem fá má upplýs- ingar um allt, sem Gestur Pálsson rit- aði, — fyrir utan allt annað, sem þessi merkilega bók hefur að geyma. Hafi Sveinn Skorri Höskuldsson þökk fyrir verk sitt. E. O. IVorld Marxist Review 1965. 9. hefti. — Prag. í þetta 9. hefti tímaritsins rita m. a. þessir: Sonomyn Luwsan, meðlimur í fram- kvæmdanefnd byltingarflokksins í Mongoliu, ritar grein um sigurinn yfir japönsku hernaðarsinnunum og alþjóðalega þýðingu hans. Albert Norden, einn af helztu for- ingjum Sósíalistaflokkksins í þýzka alþýðulýðveldinu, ritar mjög eftir- tektarverða grein um „stríðsundir- búning þýzku stórveldisstefnunnar.“ Rekur hann þar landvinningafyrirætl- anir þýzku auðmannastéttarinnar, sýnir fram á hvernig hinir fyrri her- foringjar Hitlers liafa tekið algerlega forystu í liinum nýþýzka her og þar með í Atlantshafsbandalaginu. Rekur hann síðan allan stríðsundirbúning þeirra og hvernig þeir halla sér nú að Bandaríkjunum f von um að geta komið stríði af stað í Evrópu og dregið Bandaríkin með sér í það. Professor Karl-Henz Domdey, vís- indamaður í hagfræði í þýzka alþýðu- lýðveldinu (DDR), ritar grein uin efnahagsleg samskipti sósíalistiskra landa og auðvaldslanda í Evrópu. I>á koma nokkrar greinar sérfræð- inga um áætlnnarbúskap í DDR og reynslu á ýmisskonar stjórnmálastarfi í Tékkóslóvakíu. Victor Perlo, bandaríski hagfræð- ingurinn, ritar grein um Bandaríkja- stjórn og hringrásina í efnahagslíf- inu. Þá kemur grein um landbúnaðinn í þróunarlöndum Asíu. A. Ardekani, einn af forystumönn- um Tudehflokksins í Iran, ritar um aðferðir til að koma á samfylkingu um þjóðfrelsi og lýðræði í Iran. Lars Juntila, meðlimur í fram- kvæmdanefnd finnska Kommúnista- flokksins, ritar um reynsluna í Finn- landi við að sigrast á klofningunni í verkalýðssamtökunum. Antti J'ántti, finnskur blaðamaður, ritar um samstarfið í finnsku sam- vinnuhreyíingunni. Gunnar Öhman, sænskur blaðamað- ur, og A. Lewkowski, sovéskur blaða- maður, rita um „bandamenn verka- lýðsins,*' einkum um starfsmanna- stéttina og millistéttina. Vasco Moura gerir grein fyrir bar- áttu Kommúnistaflokksins i Portugal fyrir lýðræðisbyltingu gegn harð- stjórninni þar í landi og hvernig sú barátta tengist frelsisbaráttu hinna undirokuðu nýlenduþjóða i hinu hrynjandi heimsveldi Portugals. J. B. Tavares Sá ritar um nauðsyn þess að fella einræðisstjórnina í Brazilíu og sé það næsti áfanginn í baráttu Kommúnistaflokks Braziliu. Ramzi ritar um þann sigur, er al- þýðan í Jordaníu vann, er lög voru sett þar í landi um uppgjöf pólitískra saka þeirra byltingarmanna, er sátu í fungelsum eða voru í útlegð. Hafði Kommúnistaflokkur Jordaníu lengi barist fyrir slíkri sakaruppgjöf.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.