Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 94

Réttur - 01.01.1966, Page 94
94 RÉTTUR Iforld Marxist Review 1965. 11. hefti. — Prag. Ritstjórn tímaritsins birtir i upp- hafi heillaóskaskeyti sitt til Kommún- istaflokks Kúbu, en svo heita nú hin sósialistisku samtök kúbönsku bylt- ingarinnar. Ennfremur svarskeytið frá miðstjórn Kommúnistaflokks Kúbu. Eftirfarandi greinar eru í heftinu: A. Ferrari og M. Forturvy rita grein- ina: „Imperialismi Bandaríkjanna lýsir stríði á hendur þjóðum hinnar rómönsku Ameríku. Viktor Grischin, hinn kunni for- maður miðstjórnar Verkalýðssam- hands Sovétríkjanna og varamaður í forsæti Kommúnistaflokksins, ritar mjög merkilega grein um verkalýðs- samtök Sovétríkjanna: „Skóli vinn- andi stéttanna í stjórn efnahagslífs- ins.“ I verkalýðssamtökum Sovétríkj- anna eru 75 milljónir manna og starf- semi þeirra mjög margvísleg. Nikola Popow, bulgarskur hagfræð- ingur, ritar um eðli efnahagslögmála í sósialistisku þjóðfélagi og víxláhrif þeirra. Þá koma nokkrar greinar, sem eru ræður ýmissa hagfræðinga á fundi, er marxistar héldu í Róm í júní 1965 að frumkvæði Gramsci-stofnunarinn- ar (sem er vísindaleg rannsóknar- stofnun Kommúnistaflokks Ítalíu) og tímaritsins (W.M.R.). Efnið var þró- un nútíma auðvaldsskipulags í Vest- ur-Evrópu. Helztar þeirra eru: Maurice Dobh, háskólakennari í hagfræði i Cambridge, ritar greinina: „Nokkrir þættir auðvaldsskipulagsins í Evrópu í dag.“ Fernand Nicolon, franskur hag- fræðingur, ritar um þróun og mót- setningar í viðleitni Vestur-Evrópu til efnahagslegrar einingar. Eugenio Peggio, meðlimur í mið- stjórn Koinmúnistaflokks Ítalíu, rit- ar um hvernig efnahagslífið verður alþjóðlegra og afstöðu verkalýðsins. Jean-Pierre Delilez, franskur hag- fræðingur, ritar um ýmsa þætti rík- isauðvalds og innri mótsetningar þess. Ludek Urban, tékkó-slóvakiskur hag- fræðingur, ritar um breytingar á auð- valdsskipulaginu eftir stríð. Skilgrein- ir hann mjög skarplega í hverju auð- valdsskipulagið nú er frábrugðið því, er var fyrir stríð, og ræðir sérstaklega hina tiltölulega miklu fjárfestingu, hina nýjtt tæknibyltingu sjálfvirkn- innar, hina stórauknu þátttöku rík- isins, minnir í því sambandi á hvern- ig Engels hafi sagt það fyrir, að skipulagning innan auðvaldsskipu- iagsins inuni aukast á kostnað stjórn- leysisins þar. Síðustu kaflar þessarar eftirtektarverðu greinar heita: „Vax- andi álirif verkalýðsins og heimssós- ialismans,“ og „Grundvallarbreyting- ar (strukturelle Reformen) á auð- valdsskipulaginu og útlitið fyrir fall þess.“ Þá koma ýmsar aðrar greinar: Kommúnistajlokkur Marokko lætur i té ályktun um leiðir til lausnar á landbúnaðarvandamálum Marokko. Jorge Maraville ritar um eflingu pjóðfrelsishreyfingarinnar i Mai- OKKO. Orlando Millas, meðlimur stjórn málanefndar miðstjórnar Koinmún istaflokks Chile, ritar grein um: end- urbótastefnu kristilegra demokrata: tilraunin í Chile. IVilliam Alexander, ineðlimur í framkvæmdanefnd brezka Kommún- E

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.