Réttur


Réttur - 01.05.1933, Síða 40

Réttur - 01.05.1933, Síða 40
sameinuð í frjálsri samvinnu þeirra til að verða. aðnjótandi kostanna við rekstur í stórum stíl. Þegar þessir kraftar fátækra bænda og samvinnu- manna, sem nú liggja í læðingi Framsóknar, losna — þá er líka verklýðs- og bændabyltingunni á fs- landi sigur vís. Einar Olgeirsson. Horst Wessel, Skáldmæringur nationalsósíalista eftir ílja Ehrenburg. Þeir voru skólapiltar með allavegalitar húfur. Þeir hrópuðu ,,svei, svei“, þegar stríðsvagnarnir voru leiddir gegnum strætin. Þeir öskruðu: „Guð refsi Englandi!“ Þeir sungu: „Hver byssuhvellur — einn Frakki fellur!“ Þeir byrjuðu lífsferil sinn með her- söngvum og hvellbaunum. í stríðslokin voru þeir táplitlir og lífsgramir ungl- ingar. í Weimar reyndu sósíaldemokratarnir að hefja bjórkollur sínar til himins. En raddir þeirra voru hás- ar og enginn vildi hlusta á þá. Verkamennirnir vildu fá að lifa og borða. Þá skipuðu sósíaldemokratamir: „Skjótið þá niður!“ Þeir voru að framkvæma stjórn- arskrána, sem þeir voru nýbúnir að samþykkja. Þeir vildu ekki. sleppa valdinu í hendur hershöfðingjun- um og tóku því sjálfir að sér hin þýzku hlutverk Cavaignacs og Gallifets1). Cavaignac er herforinginn, sem kæfði i blóði júni—uppreisn verkalýðsins í París 1848. Gallífet er böðull sá, sem hefndi bur- geisanna svo grimmilega á verkalýð Parísar eftir uppreisnina og, «kommúnana« 1871. 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.