Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 1

Réttur - 01.10.1934, Page 1
^,Planðkonomie„ AlþýSuflokkurinn gekk til síðustu kosninga undir sérstakri stefnuskrá. í tíu þúsund eintökum var dreift um land allt hinu nýja herópi: Lýðræði, Vinna, Skipu- lag. 4 ára áætlun var samin. Gefið mér fjögur ár, sagði Hitler. Gefið oss 4 ár, sögðu Alþýðuflokksforingjarn- ir, og atvinnuleysinu skal útrýmt, framleiðslan skipu- lögð, kaupgeta almennings aukin, — og áfram eintómir grænir skógar, svo langt, sem augað eygir. Framsóknarflokkurinn tók undir eins og bei’gmál. Og strax þegar mynduð var stjórn, með- hinum fyrsta ráðherra Alþýðuflokksins, — „stjórn hinna vinnandi stétta“, var tilkynnt, að nú skyldi hið ný- fengna vald hagnýtt út í æsar. Jafnvel hinn pólitíski vindhani, Ásgeir Ásgeirsson, sem íslenzka borgarastéttin hafði svo góðfúslega sett í sæti f jármálaráðherra undanfarin ár, eftir að hann hafði staðizt prófið í fjármálaþekkingu sinni með hinni djúpviturlegu skilgreiningu á eðli kreppunnar: „Kreppan er eins og vindurinn, enginn veit hvaðan hún kemur og hvert hún fer“, — hann reið einnig á vaðið með marga fyrirlestra í útvarpinu og tileinkaði sér „patentið“ nýja. En þetta ,,patent“, sem sent var í pósti frá skrif- stofu 2.alþjóðasambandsins í Amsterdam, eftir uppfinn- ingu Henrik de Man, til Ole Colbjörnsen í Nor.egi og þaðan til Alþýðuforingjanna íslenzku, var hið dular- fulla orð: Planökonomie, eða á íslenzku máli, í þýð- ingu íslenzku brautryðjendanna: Skipulag á þjóðar- búskapnum. Þessari grein er ætlað það verkefni, að taka til .gagnrýni þessar „nýju“ kenningar sósíaldemokrata. 97

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.