Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 3

Réttur - 01.10.1934, Page 3
drætti auðmagnsins í stóra auðhringi, var lofsungin af sósíaldemokrötum sem jarðnesk paradís. Sósíaldemókratarnir fölsuðu eðli þessarar takmörlc- uðu festingar auðvaldsins. Þeir afneituðu öllu stéttar- innihaldi hennar og útskýrðu hana sem varanlega viðreisn. Þeir hæddust að lcenningum kommúnista um, að hér væri aðeins um fyrirbrigði á tímabili hinnar almennu kreppu auðvaldsins að ræða, og spáðu, að nú mundi upp renna nýtt tímabil „hákapítalismans" um næstu aldar skeið. Þeir afneituðu öllum þeim þjóðfélagslega grund- velli, sem þessi augnabliksviðreisn byggðist á, og héldu því fram, að um varanlega endurreisn heimsbúskapar- ins væri að ræða, til hagsbóta fyrir allar vinnandi stéttir. Það voru þessar ,,kenningar“, þessar falsspár sósí- aldemókratanna, sem fengu hinn skáldlega búning sinn í draumi Alþýðublaðsritstjórans, sem hann dreymdi um gullna framtíð auðvaldsins íslenzka á Alþingishátíðinni í Almannagjá, ,en þýðing þessa draums birtist í Alþýðublaðinu og hljóðaði svo: „Betri tímar eru framundan. Vinnum saman, íslendingar. Stétt með stétt. Verum lítillátir, íslendingar“. Hvert var verkefni sósíaldemókratanna? Hver var tilgangurinn með þessum „kenningum“? Það erfiða verkefni, sem auðvaldið hafði fengið þessari þjóðfélagslegu höfuðstoð sinni að vinna, fólst í því að fá liðveiziu verkalýðsins við þá tilraun auð- valdsins að finna leið út úr hinni almennu kreppu þess. En það þýddi ekkert annað en að halda verka- lýðnum burt frá þeirri einu l.eið, sem hann getur farið út úr kreppu ríkjandi þjóðskipulags, — leið byltingar- innar. Það þýddi, að vinna mikinn meirihluta verka- lýðsins til fylgis við þá skoðun, að nýtt tímabil hins „skipulagða kapítalisma“ væri framundan, kenningu „stéttlausa“ lýðræðisins, sem hafið væri yfir allar stéttir og alla stéttabaráttu. 99

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.